Leita í fréttum mbl.is

Þetta er góð hugmynd

Hugmynd Runólfs Ólafssonar um að ríkið lækki skatta á eldsneyti er góð. Það er alltaf gaman þegar maður er að pæla í einhverju eins og ég hef verið að pæla í þessum verðbólgudraug undanfarnar vikur þegar einhverjum dettur eitthvað í hug sem maður hafði ekki pælt í;)

Mér finnst rökstuðningur hans líka snilld. Ríkið hefur stungið upp á því að draga saman m.a. í vegaframkvæmdum en ákveðinn hluti af bensínskattinum fer einmitt í þær. Það er því algjör snilld að lækka skattinn, ekki sama þörf fyrir tekjurnar það eina sem gæti verið slæmt við þetta er að þegar almenningur, ég og þú þurfum að borga minna fyrir það sama eða minna fyrir meira ;) þá er alltaf hætta á meiri neyslu annars staðar.

Það þyrfti því samfara þeirri skattalækkun að verðlauna landann fyrir það að spara, hvernig svo sem það er nú hægt ;)

Ég vildi nú gjarnan heyra af slíkum uppástungum, hugmyndum og væri meira en til í að taka þátt í þeim leik (alvöru) 


mbl.is Lækkun bensínverðs getur verið hagstjórnartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Hmm ekki allveg sammála.

Þetta með að neyslan þurfti að fraga saman og helst frá bensíni. Olían mun halda áfram að hækka næstu fimm til fimmtíu árin, og þá á ekki að ýta undir frekari notkun, heldur styrkja samkeppnisstöðu almenningssamgangna, göngu og hjólreiðar og kannski hreinni eldsneyti á bílum ( en þar er míkið gert nú þegar)

Skrifaði líka nokkrar línur hér :

Skiljanlegt en vanhugsað

Morten Lange, 6.7.2006 kl. 12:52

2 Smámynd: Morten Lange

Hmm hér er færslan :

http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/20959/

Morten Lange, 6.7.2006 kl. 13:03

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Auðvitað er gott að auka hjólreiðar og notkun almenningasvagna ég er alveg sammála því. En í greininni er verið að tala um að nota bensínverðið sem hagstjórnartæki. Ég skil ekki alveg punktana þína, nema ef að þú ert að meina að frekar eigi að draga úr notkun á olíu og bensíni sem er fínt út af fyrir sig.

Ég held samt að ekki muni endilega verða aukning á þeirri notkun sem nú þegar er þó að bensín og olíverð yrði lægra á Íslandi heldur en það er í dag. Flestir virðast fara ferða sinna sama hve bensínverðið er, nema auðvitað ef það myndi hækka mikið þá myndu margir leggja bílnum! Er það ef til vill punkturinn þinn ;)

Sem hagstjórnartæki finnst mér hugmyndin samt enn sniðug

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 13:08

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Var ekki búin að sjá linkinn þinn þegar ég sendi inn svarið. Góðir punktar

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71753

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband