Leita í fréttum mbl.is

Að bregða sjálfum sér fæti ;)

Ég var að borða þessa líka safaríku gulrót í kaffitímanum, þá rifjaðist upp fyrir atvik sem gerðist á Vopnafirði fyrir einhverjum árum síðan ;)

Þannig var mál með vexti að ég elskaði garðrækt, bæði tré, runna, blóm, gras og matjurtir. Eiginlega allt nema arfa. Þetta árið var ég að gera tilraunir með gulrótnarækt í 2ja lítra mjólkurfernum. Þær voru forræktaðar inni, botnin skorinn af fernunum, þær látnar standa í íláti sem hægt væri að vökva ofan í.

Síðan þurfti að venja plönturnar við útiloftið þannig að ég var hlaupandi með dallana út á svalir og svo inn aftur til að ofgera greyjunum nú ekki. Þar kom að því að hægt væri að fara með fernurnar út og stinga þeim ofan í beðin.

Þetta gekk allt vel og æstist leikur þegar þær fóru að vaxa. Ég var farin að þefa upp úr fernunum og þvílíka munnvatnsmyndunin sem átti sér stað. það var varla hægt að bíða dagsins sem þær yrðu ÉTNAR.

Enda brást það ekki þegar dagurinn rann upp og ég stakk úpp í mig fyrstu gulrótinni. Ég hef aldrei á ævinni borðað eins góða gulrót og þessa fyrstu. Nirfillinn braust nú fram í mér, það mátti ekki klára þær allar strax. Ég treynaði gulræturnar fram eftir sumri. Svo gerðist það einn daginn...

Mér lá mikið á, ætla út í garð að ná mér í gulrætur. Ég sting fótunum ofan í rauðu öklaskóna mína en gef mér ekki tíma til að reima þá. Svo er haupið, því að rigningaskúr gekk yfir. Allt í einu er eins og gripið sé í mig á sama tíma og ég er að reyna að berjast til að komast úr sporunum og allt kemur fyrir ekki ....

Ég steypist niður á rennandi blauta grasflötina með nefið niður. Hvað gerðist??? Litli poturinnn minn þeyttist út í loftið. En það var nú ekki allt búið. Því að allt í einu áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Mér var nú allri lokið og hló og hló hló.... 

Mér hafði tekist að stíga með öðrum fætinum á reimina á hinum skónum hahahahahahHAHAHAHA ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband