4.7.2006 | 16:03
Jæja þá er ég til í allt ;)
Ég fékk hringingu í gær frá hraðlestrarskólanum um nýja tímasetningu. ég á sem sagt að mæta í fyrsta tímann í kvöld klukkan 18. Þar mun ég eyða þremur klukkutímum. Í kvöld eigum við aðeins að mæta með skáldsögu á íslensku og blýant.
Með hjálp sambloggara minna hér valdi ég loksins eina bók sem ber það skondna heiti Flekkóttir svertingjar og hvítt skítapakk.. ;)
Konan em hringdi í mig spurði hvort ég væri bæun að velja mér bók. Ég sagði henni fyrst frá því að ég væri nú lítið fyrir það að lesa skáldsögur en meira fyrir fræðiefni. Nú svo sagði ég henni bókartitilinn og hún virtist hafa lúmskt gaman af, en kannaðist greinilega ekkert við titilinn.
Ég er nú svolítið forvitin um innihald bókarinnar. Það gladdi mig líka að heyra konuna segja að það væri nú bara 1. kvöldið sem við værum með skáldsöguna við myndum einnig fara í annars konar efni.
Þetta verða vonandi skemmtilegir 3 klukkutímar hjá mér í kvöld í innlifun minni á flekottum svertingjum og hvítu skítapakki!!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Bækur, Menning og listir | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Hehe ég vona að þér finnist bókin jafn fyndin og mér, og að þú skemmtir þér vel. Frábært hjá þér að skella þér í þetta :)
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 4.7.2006 kl. 18:29
Það vona ég líka ;) Ég bíð spennt eftir að vaxandi bros ryðjist fram á andlit mér.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.7.2006 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.