4.7.2006 | 10:16
Ég er farin að líta til veðurs!
Ég hélt að ég væri hætt að fylgjast með veðrinu að öður leiti en að líta út um gluggan þegar ég vakna og njóta svo dagsins svona eins og veður leyfir. Úti þegar það er sól en innan dyra ef það rignir. Ég bý við þau forréttindi eins og er að geta valið um þetta.
Ég öfunda nú ekki sérlega þá sem starfa utandyra hér í Reykjavík eins og er. Ekki þurfum við heldur að hafa áhyggjur af vatnsskorti eins og Danir samkvæmt einni fréttinni á mbl.is. Við erum líka lánsöm að vegir eru malbikaðir en ekki bara möl (eða þá drulla eins og sakir standa).
Ég er með dálítinn blett í kringum húsið mitt og hann þarf að slá af og til. Bletturinn er eins og fleiri blettir í grónum hverfum Reykjavíkurborgar fullur af mosa. Í fyrra lagði ég til atlögu með handsláttuvél þ.e.a.s. svona gamaldags sláttuvél sem þú ýtir á undan þér. Það var mjög erfitt að slá blettinn. Ég ákvað því að leggja til atlögu við mosann þegar voraði á ný.
Þetta gerði ég síðan í vor eftir að prófum lauk. Þá fór ég í Blómaval og birgði mig upp af alls konar efnum til þess að eyða mosa og auka grassprettu. Ég hafði nú alltaf heyrt að það væri best að bera á í rigningartíð eða alla vegana ekki í sól. Þetta var nú hið besta mál. Ekki vantaði rigninguna;)
Ég var því glöð með grasvinnuna lengi vel. Í ár keypti ég engan mosaeyðir eins og í fyrra en þa´varð bletturinn alveg svartur. Mosinn náði sér þó aftur á strik seinni hluta sumars :( Nú var borðið kalk á , áburður og nokkru síðar grasfræ og enn meiri áburður.
Bletturinn tók vel við sér þó enn sé nú í honum talsverður mosi. Vandamál númer tvö poppar þá upp. Í allri rigningunni þá vex grasið og vex. Ég hafði sælla minninga síðasta árs fest mér kaup á forláta rafmagnssláttuvél, en ég kemst varla út til að slá. Það er alltaf svo blautt !!!!!
Það var nú orðið þannig að þegar þurran dag eða hluta úr degi gaf þá var gerð tilruan til þess að hlaupa út með vélina. Áður en ég vissi af þá var ég farinn að fara inn á upplýsingasíðuna um veður til þess að sjá spánna fyrir næstu viku. Það fyndna við þetta allt er að það gefur yfirleitt einn þurran dag í viku hverri. Í júní hefur þetta þó verið rúmlega eða tveir og tveir komið í einu ;)
Grasið hefur verið í hærri kantinum til þess að slá það með nettu rafmargnsvélinni, en mælt er með að grasið fari ekki yfir ákveðna hæð. Ég skrapp inn á upplýsinga og spásíðuna um veðrið næstu fimm dagan og viti menn hahahahahaha einn sólardagur eins gott að taka hann strax frá fyrir sláttinn og vona svo að spáin haldi ;)
Rigning um sunnan- og vestanvert landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Dægurmál, Ferðalög, Vinir og fjölskylda, Vefurinn, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.