Leita í fréttum mbl.is

Man eftir álíka umræðu í kringum 2001

Í húsi á Laugavegi 86 bjó aðallega aðflutt fólk. Margar fjölskyldur voru í húsinu sem var orðið mjög illa farið. Húsið hefur verið flutt og endurgert en bílastæðishús er risið á lóðinni sem það stóð á.

Heilsíðu umfjöllun var í einhverju dagblaðanna um hugsanlegan stjórnmálaflokk innflytjenda. Ég man að meðal annars var rætt við íslenskan mann sem var giftur einni konunni. En nóg um þennan bakgrunn. Fimm ár eru nú liðin og ég hef ekki séð miklar breytingar. Ég hef einmitt verið að furða mig á því hvers vegna stjórnmálaflokkarnir hafa ekki lagt sig fram við að sinna málefnum innflytjenda eins og öðrum málefnum ekki síst í sveitarstjórnarkosningum.

Ég hef talsvert velt þessum málum fyrir mér og hef þá skoðun að grundvallarskilyrði sem þarf að uppfylla er að gera innflytjendum kleift að læra málið. Eins og kemur fram í fréttinni þá er íslenskunámið dýrt. Ef til vill ætti það ekki að kosta neitt. Afleiðingar þess að þeir læra ekki íslenskuna eru þær að fólkið einangrast frá Íslendingum líka þeim sem kunna þessi almennu tungumál sem kennd eru á grunnskóla og menntaskólastigi.

Ein leiðin er að kenna þeim íslenskuna frítt eða kenna einhver af tungumálum þeirra sem fjölmennastir eru á grunnskólastiginu. Eftir því sem ég skoða þetta meira þá líst mér best á fría íslenskukennslu.

Það er líka skrítið að fara á kaffihús þar sem þjónarnir tala ekki íslensku (mamma lenti í erfiðleikum með þetta af því að hún kunni bara móðurmálið sitt) ég hef oft lent í því að þjónarnir biðji mig um að tla ensku! Látum það nú vera þó að ef til vill sé erfitt að fara og fá sér kaffibolla eða þannig;)

En verra er þegar starfsfólk í aðhlynningu á elliheimilum eða sjúkrahúsum getur ekki talað tungumálið sem sjúklingurinn skilur. Ég gæti tekið til dæmis Elliheimilið Grund sem dæmi. Gamla fólkið þar þarf að beita alls konar heimatilbúnu táknmáli til þess að biðja um aðstoð. Þetta eru sorglegar staðreyndir. Íslendingar vilja síður þessa vinnu og innflutta fólkið kann ekki íslenskuna.

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig yfirmenn þessara stofnan komi upplýsingum og ábendingum til skila til starfsmannanna. Ef til vill kunna þessir starfsmenn ensku, þýsku, dönsku, frönsku eða spænsku eða eru yfirmennirnir ef til vill færir í t.d. í en me´r skilst að pólverar séu fjölmennastir hér  og talsvert sé af fólki frá Filippseyjum.

Ég hef því undrast á þessu og mér finnst það sorgleg staðreynd að málefnum innflytjenda sé ekki sinnt nægjanlega því samsetning nýs stjórnmálaflokks sameinar ekki endilega fólkið heldur skapar enn frekari aðskilnað. Auðvitað er ekki önnur leið fær ef ekkert er að gert.

Ég vona því að þetta framtak verði til þess að þeir stjórnmálaflokkar sem fyrir eru láti nú hendur standa fram úr ermum og leggi sitt af mörkum til þess að skap betri heild í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi umræða kemur oft upp fyrir alþingiskostningar. Einmitt skrýtið að innflytjendur skuli ekki finna sér þörf að taka þátt í sveitastjórnarkosningunum, því nú eru þær kannski nær fólkinu í landinu en Alþingi. Ég ætti kannski að skrá mig í þennan flokk. Finnst ég hálfgerður innflytjandi eins og er!!

Magga (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 13:57

2 identicon

Mér líst vel á þennan flokk ef hann verður til. Meira vit í taka bæði alþingiskostningar og sveitastjórnarkosningar. Verður þeesi Flokkur ekki eins og kvennalistinn, þegar fram líða stundir þá fellur hann í hina. Hugasanlega er nauðsynlegt að stofna innflytjendaflokk til að fá hina flokkana til að opna augun fyrir nýjum málefnum. (Las ekki greinina áðan varð bara að kommenta aftur!)

Magga (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 14:05

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Akkúrat, það sem ég hugsaði í morgun. Aðalstjórnmálaflokkarnir finna sig væntanlega knúna til þess að gera eitthvað fyrir þennan hóp kjósenda eins og annarra. Ég er viss um að það verði breytingar en ég tek undir það sem þú ert að segja með sveitarstjórnarmálin. Sú pólitík er nær fólkinu jafnvel hér í Reykjavík en sannarlega úti á landi. Ég man ekki eftir neinni áberandi jákvæðri umræðu um málefni innflytjenda í konsingabaráttunni úri á landi. En það gæti svo sem hafa farið fram hjá mér.

Það er auðvitað mikill kostur fyrir innflytjendur að hafa íslending með sér í liði og ég tala nú ekki um þann sem er vel málifarinn;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 4.7.2006 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 71732

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband