Leita í fréttum mbl.is

Vandræði eru þetta.....

Ég þyrfti að líma á mig fartölvuna eða vera með upptökutæki á mér því að lífið líður svo hratt og mig langar að sjálfsögðu til þess að fá sem mest út úr því svona just in case ;)

Málið er að oft dett ég niður á einhver gullkorn sem mig langar að halda upp á og ekki bara það heldur langar mig líka að vita hvaðan gullkornið kom. Ég man alveg eftir þessu heillaráði en ég man ekki lengur hvaðan ég fékk það! Var það í American Scientific Mind, New Scientist, Fréttablaðinu (varla það kemur varla og þegar það kemur þá kemur það svo seint að það passar ekki inn í dagskránna mína að lesa það) Blaðinu eða.....

Best er nú þegar ég finn það á netinu því að þá get ég varðveitt upplýsingarnar og ekki málið að finna þær aftur (ég ætti nú kannski að fara að taka afrit af harða disknum, það væri nú meiri skelfingin ef tölvarn myndi hrynja hjá mér) úff , hætta að hugsa um það....

En svo ég komi mér nú að efninu þá tengdist þetta Gullkorn (af hverju er gefið út fríblað með heilræðum, heilsupunktum og yfirleitt öllu því sem við getum gert til að auka lífsgæðin okkar, ekki enidlega með því að kaupa sér gott rúm, Lazy boy, flatskjá eða þess háttar ...) já ég var víst að reyna að koma Gullkorninu frá mér. Sem sagt súrefnisríkt loft bætir einbeitingarhæfni fólks !!!!!

Það er bara eins og ég hafi nú bara aldrei heyrt þetta áður en jújú ég hef heyrt þetta áður en mér varð hugsað til Þjóðarbókhlöðunnar þar sem ég sit í margar klukkustundir á veturnar. Þar eru teppi á gólfum (ætti að skipta yfir í kork) og allar bækurnar sem gera loftið svolítið þungt og þurrt, en þarna er gott næði.

Málið er að nú hef ég þörf fyrir að læra í SÚREFNISRÍKU lofti og mun að sjálfsögðu  prófa það í haust. Svo er bara að sjá hvort að ég get einbeitt mér betur ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband