Leita í fréttum mbl.is

Það er gott að búa á Íslandi

Þegar ég var að lesa Blaðið í morgun með kaffibollanum mínum þá las ég meðal annars frétt frá Japan. Að rúmlega fimmtungur þjóðarinnar væru aldraðir (27 milljónir aldraðir), að þriðja hver kona hefði ekki farið í samband um 30 og að helmingur karlmanna hefði eki farið í samband um 30. 

Japönum fækkar, öldruðum fjölgar, einstæðum fjölgar.....Ég var ánægð og stolt af Íslendingum sem enn fjölgar, hins vegar finnst mér mál til komið að huga betur að öldruðum og lífsgæðum þeirra. Já það er gott að búa á Íslandi og það finnst mér skipta máli. Ekki það að vera Íslendigur í húð og hár heldur er gott að búa í landi þar sem svo mikið frelsi ríkir. Þar sem að einstaklingar fá tækifæri til þess að vaxa, vera skapandi og hafa sína trú eða trúleysi svona þokkalega í friði. Þar sem ekki er herlið og engar herskyldur á Íslendingum.

Stundum er nauðsynlegt að lesa um aðstæður annars staðar í heiminum eða fara og búa þar svo að maður eigi möguleika á að átta sig á því hve rík við erum í rauninni þrátt fyrir að alltaf megi bæta eitthað.

Þegar ég las fréttina um Kínverja og hertar aðgerðir sem til standa í að ritskoða bloggsíður, fylgjast með netumferð af því að það væri ástæða til. Mikil dreifing væri á ósiðlegu efni og efni sem grefur undan kommúnista stjórninni.

Þá varð mér hugsað til rannsóknar sem gerð var á elliheimili og mig minnir að ég hafi skrifað um í pistlinum "frelsið er lykillinn" eða eitthvað svoleiðis. Of mikil yfirstjórn (framlenging á mömmu og pabba) dregur úr hamingju og þar af leiðandi lífslengd fólks.

Ég velti líka fyrir mér hversu einkennilegt það er að vilja viðhalda stjórn með einhvers konar valdi. Ég á erfitt með að sjá að þetta sé eitthvað annað. Þetta máttu en hitt er óhollt fyrir þig m.a. af því að það grefur undan stjórninni sem ríkir nú..hum???

Til þess að mannkynið haldi áfram að vaxa og þrokstast sem vitsmunavera þá þarf hún frelsi, hún þarf aðstæður þar sem skapandi hugsun getur blómstrað. Ég á erfitt með að sjá slíkan vöxt hjá meðal Jóni og Gunnu. Ef til vill á það sér stað hjá mikið menntuðu fólki sem hálfpartinn er þrýst áfram til þess að gera meira og geta meira. En hver veit hvar snillingur leynist? 

 


mbl.is Hert eftirlit með netinu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg með ólíkindum hvað stjórnvöld í öllum löndum vilja reyna að ráðsmennskast með þegnana sína. Mér finnst Ísland samt vera að stíga í þessa áttina en vonandi verður það ekki svona alvarlegt. Mér finnst eitt samt athyglisvert hér í Úkraínu sem var með kommúnistastjórn áður. Að enn er fólk hér sem vill fá kommúnistastjórnina aftur.

m (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 20:22

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já það er óskiljanlegt að fólkið skuli vilja það. Ég var líka hissa þegar ég heyrði í fréttunum í kvöld að mansal væri stundað af einhverjum íslenskum mönnum. Þeir rækju konur sínar til að stunda vændi ofl. Því miður þá er mannskepnan svona miskunnarlaus. Sumir eiga erfiðara með að setja sig í spor annarra en aðrir. En þegar var farið í að skoða hjá Dómsmálaráðuneytinu hvar á forgangslistanum fyrirbyggjandi aðgerðir til þess að hindra mansal væru þá var það mjög neðarlega á listanum. Dómsmálaráðherra er meira upptekinn af víkingasveitum og einkaspæjurum. Hann hefur mestar áhyggjur af hryðjuverkum og glæpahringjum.

Já mér finnst illa komið fyrir Íslendingum ef það er reyndin hjá mörgum að þörf sé á slíku.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 1.7.2006 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband