Leita í fréttum mbl.is

Tölfræði síðustu ára

Ég fékk hugmynd um daginn og ætlaði að fylgja henni strax eftir. Hugmyndina fékk ég þegar ég var að skoða tölfræði einkunna í hinum ýmsu áföngum sem ég hafði tekið próf í. Ég er búin að sjá að staða mín miðað við samnemendur mína er sú að ég er að meðaltali rúmlega staðalfráviki fyrir ofan meðaltal.

Í sumum áföngum gengur mér þó betur en það en í öðrum er ég með meðaleinkunn. Miðað við að ég beiti sömu námstækni og sé að takast hlutfallslega á við jafnmargar einingar miðað við aðra nemendur þá giska ég á að staða mín í þeim áföngum sem ólokið er muni verða svipuð þ.e.a.s. ef ég fylgi þessum sama nemendahóp í aðalatriðum.

Þá skaust hugmyndin upp í kollinum á mér að skoða tölfræði þeirra áfanga sem ég á enn ólokið. Hversu hátt fall væri í áfanganum, hver væri meðaleinkunnin og hversu hátt staðalfrávikið væri. Út frá þessum upplýsingum ( miðað við að gefa mér þær forsendur að nemendur sem sækja í sálfræðinám á ári hverju séu með svipaða greind og getu til að læra og að prófin séu svipuð að þyngd), þá gæti ég giskað á hvar staðsetning mín yrði í hverjum áfanga og lagt meira á mig í þeim sem spáin liti illa út í;)

Ég er nú ekki búin að  tala við marga en þeir sem ég hef talað við hafa ekki getað bent mér á hvert ég á að leita. Ef að þú sem ert að lesa þetta hefur hugmynd um hvernig ég gæti fengið aðgang að þessum tölfræði upplýsingum þá væri ég afar happy með það;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband