30.6.2006 | 09:12
Ekkert skrítið að fylgi Samfylkingar dali nema...
ef litið er til þess að Samfylkingin hefur verið í stjórnarandstöðu. Ég fæ ekki betur séð en að sveitarstjórnarkosningarnar hafi áhrif á skoðanir fólks. Ef til vill á það bara við um áhrif borgarstjórnar.
Ég las Fréttablaðið í morgun og þar gat ég skoðað línurit nokkurra skoðanakannana. það sem ég tók sérstaklega eftir var að eftir sveitarstjórnarkosningarnar þá hefur fylgi Sjálfstæðisflokks dalað aðeins og fylgi Samfylkingar fallið niður um u.þ.b. 10% en fylgi hinna flokkanna hefur aukist og ekki síst Framsóknarflokks.
Ég veit ekki hvort innkoma Jóns og ráðherraembættisbreytingar hafa ráðið miklu um þetta eða hvort að það samkomulag sem að náðist á milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna í borgarstjórn skipti þar sköpum.
Mig grunar að niðurstaða borgarstjórnarkosninganna ráði talsverðu og ef Björn Bjarnason myndi stíga til hliðar þá held ég að fylgi Sjálfstæðismanna myndi aukast. Ég hef heyrt fáa hæla honum og störfum hans en marga hneikslast á þeim. Björn er orðinn þreyttur, enda féll hann niður hér um daginn. Hann er líka allt of upptekinn af því hve óörugg Íslenska þjóðin er.
Ég tók líka eftir því þegar Framsókn og Sjálfstæðismenn voru búnir að mynda meirihluta í borgarstjórn hve erfitt það var fyrir Dag að óska þeim og borgabúum velgengni. Auðvitað þarf sterka einstaklinga til þess að standa í eldlínu stjórnmálanna og þeir þurfa líka að geta tekið því þegar þeir tapa. Mörgum kjósendum finnst það barnalegt þegar keppni um atkvæði hefur átt sér stað og sigurvegari stendur uppi að ekki sé hægt að taka því og læra af reynslunni. Stjórnmálamenn sem geta samglaðst með andstæðingum sínum, óskað þeim til hamingju eru líklegri til þess að geta átt árangursríkt samstarf við ólíka einstakæinga heldur en þeir sem geta helst bara starfað með sínum flokki eða nálægum flokkum.
það verður gaman að fylgjast með þróun mála;)
Dregur úr fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt nýrri könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.