29.6.2006 | 09:00
Er frelsi ekki lykillinn eða vöntun á frelsi skýringin
Hamingjan er eitthvað sem allir vilja vera aðnjótandi að. Þegar ég las fréttina um að Íslendingar væru hamingjusamasta þjóð í heimi þá rifjaðist upp fyrir mér efni sem ég las um í fyrra.
Þetta var tilraun ( ég man því miður ekki úr hvaða kennslubók þetta var) sem fór fram á elliheimili. Á einni hæðinni fékk fólk frelsi til þess að ráða sér meira sjálft. Það fékk pottablóm til að hugsa um. Blómin voru alfarið á ábyrgð þeirra. Fólkið hafði líka meira val um hvað það borðaði. Það gat tekið á móti gestum og verið með kaffi og einhvern léttan mat inni í íbúðinni sinni.
Fólkið var ánægðara en fólkið á hinum hæðunum og það lifði lengur. Mér vað þá hugsað til munarins á þjónustuíbúðum og elliheimilum þar sem að fólk deilir oft herbergi með einum eða fleirum. að búa gamlafólkinu áhyggjulaust ævikvöld er ef til vill ekki hið besta mál.
Við virðumst þrífast vel við að bera ábyrgð á einhverju og hafa frelsi.
Talandi um frelsi þá detta mér áhrif trúarbragða í hug. Við Íslendingar búum við ákveðið frelsi þrátt fyrir að flestir tilheyri einhverjum trúarbrögðum. Ég þekki alla vegana ekki marga sem að finna fyrir kvöð þegar talað er um trú. Íslendingar eru ekki í trúarlegu stríði. Trúarátökin á Íslandi eru manna á milli þegar verið er að orðskakast vegna ólíkra skoðana. Reyndar ætti trú ekki að draga fram árasarhneigð, reiði , hatur, kúgun ofl. heldur skilning, kærleika, samhygð og þess háttar, en þannig er það nú samt.
Að ala á siðferðiskennd og náungakærleik einstaklingsins og treysta honum til að finna fótum sínum forráð leiðir fólk til hamingju. Hvað ætli mörg % fullorðinna hafi þörf til þess að láta ala sig upp? Ætli það veiti þeim ekki meiri hamingju, betri sjálfsmynd, meiri velgengni ef þeim væri treyst til að lifa lífi sínu?
Ég er frjáls, ég er frjáls dadaraddara....... og brosi allan hringinn eins og margir aðrir Íslendingar ;)
Var að fá upplýsingar um link á BBC um hamingjuna viltu taka hamingjutest hér
Íslendingar hamingjusamasta þjóð heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Stjórnmál og samfélag, Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði, Lífstíll, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.