29.6.2006 | 08:37
En spennandi
Aldrei hefði mér nú dottið í hug að hægt yrði að láta tennurnar vaxa á ný að minnsta kosti ef þú hefur rótina. Vísindin eru frábær, ákveðnar hljóðbylgjur sem nudda rótina eða góminn fá tönnina til að vaxa á ný.
Í fréttinni var líka talað um kjálkann, þannig að þetta virðist líka eiga við um beinin... hum
Ég hlakka nú til að sjá hvað þetta kostar. Hvað verður þá um tannsmiði? Eru stíftennur ekki settar ofan á rót? Verður þeirra vinna þá bara fólgin í því að smíða góma, miðað við að nýja tæknin þurfi rót tannarinnar til þess að hægt sé að láta tönnina vaxa á ný.
Tennurnar endurnýjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Svona þarf ég að fá. Reyndar er ég búinn að vera að bíða eftir einhverju svona frá 1999 þegar ég las um uppgötvun erfðatækni sem á að gera mönnum kleift að "rækta" nýjar tennur í staðinn fyrir þær sem skemmast. Þá töldu menn að sú aðferð gæti komið á markað eftir 1-2 áratugi.
Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.