28.6.2006 | 12:45
Hjálp.....fyndin skáldsaga á íslensku
ţannig er mál međ vexti ađ ég hef aldrei veriđ mikiđ fyrir skáldsögur. Tók mig reyndar til fyrsta veturinn sem ég bjó á Vopnafirđi (1977-8) ;) og las tugi skáldsagna eftir erlenda höfunda. Viđbrigđin ađ flytja frá Reykjavík til Vopnafjarđar voru gríđaleg. Ég ţekkti auđvitađ engan og mađurinn minn fyrrverandi átti hugmyndina af ţví ađ flytja ţar sem hann langađi til ţess ađ starfa sem kennari úti á landi.
Ég varđ síđan södd af skáldsagnalestri og las frekar lítiđ eftir ţađ. Ég er meira fyrir alls konar frćđiefni og ţá ekki síst ţađ sem bćtir einstaklinginn, líkamlega og andlega ;)
Nú er ég í vanda stödd. Ég er ađ byrja á hrađlestrarnámsskeiđi 4 júlí, var ađ fá mail frá skólastóranum og á ađ mćta međ skáldsögu grrrrrrr.... síđan ég las mailiđ ţá hefur ţetta sótt á huga minn. Nú e´g komst loks ađ niđurstöđu ţess efnis ađ best vćri fyrir mig ađ lesa eitthvađ fyndiđ.
Nú eru góđ ráđ dýr hvađa bćkur á íslensku eru fyndnar??? HJÁLP!!!!!!!
Geturđu bent mér á einhverja fyndna bók og svo hleyp ég á safniđ og athuga máliđ PLEASE
Tenglar
Heimasíđur
Heimasíđur til fróđleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátćk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Auđur Haralds (minnir mig ađ hún heiti)skrifađi fyndnar bćkur. En vandinn er sá ađ ég bara man ekki hvernig efni hún skrifađi um.
Magga (IP-tala skráđ) 28.6.2006 kl. 12:53
Ég er nú meira fyrir ţungar rússneskar bókmenntir eđa hádramatísk leikrit, en fyrir mörgum árum las ég bókina "Flekkóttur svertingi og hvítt skítapakk" eftir sama höfund og skrifađi "Steikta grćna tómata" og man ég ađ ég hló ţar til ég fékk hiksta. Einnig var nú "Hvunndagshetjan" hennar Auđar Haralds nokkuđ fyndin. Small allavega viđ minn húmor eins og flís viđ rass.
Gangi ţér vel.
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.6.2006 kl. 13:05
"101 Reykjavík" eftir Hallgrím Helgason er bráđfyndin, ég fékk ţvílíku hlátursköstin viđ lesturinn :)
Ester Júlía, 28.6.2006 kl. 17:57
Takk fyrir ábendingarnar , nú er bara ađ drífa sig á bókasafniđ og sjá hvort ţćr eru inni ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.6.2006 kl. 07:35
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.