Leita í fréttum mbl.is

Hjálp.....fyndin skáldsaga á íslensku

þannig er mál með vexti að ég hef aldrei verið mikið fyrir skáldsögur. Tók mig reyndar til fyrsta veturinn sem ég bjó á Vopnafirði (1977-8) ;) og las tugi skáldsagna eftir erlenda höfunda. Viðbrigðin að flytja frá Reykjavík til Vopnafjarðar voru gríðaleg. Ég þekkti auðvitað engan og maðurinn minn fyrrverandi átti hugmyndina af því að flytja þar sem hann langaði til þess að starfa sem kennari úti á landi.

Ég varð síðan södd af skáldsagnalestri og las frekar lítið eftir það. Ég er meira fyrir alls konar fræðiefni og þá ekki síst það sem bætir einstaklinginn, líkamlega og andlega ;)

Nú er ég í vanda stödd. Ég er að byrja á hraðlestrarnámsskeiði 4 júlí, var að fá mail frá skólastóranum og á að mæta með skáldsögu grrrrrrr.... síðan ég las mailið þá hefur þetta sótt á huga minn. Nú e´g komst loks að niðurstöðu þess efnis að best væri fyrir mig að lesa eitthvað fyndið. 

Nú eru góð ráð dýr hvaða bækur á íslensku eru fyndnar??? HJÁLP!!!!!!!

Geturðu bent mér á einhverja fyndna bók og svo hleyp ég á safnið og athuga málið PLEASE 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auður Haralds (minnir mig að hún heiti)skrifaði fyndnar bækur. En vandinn er sá að ég bara man ekki hvernig efni hún skrifaði um.

Magga (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 12:53

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Ég er nú meira fyrir þungar rússneskar bókmenntir eða hádramatísk leikrit, en fyrir mörgum árum las ég bókina "Flekkóttur svertingi og hvítt skítapakk" eftir sama höfund og skrifaði "Steikta græna tómata" og man ég að ég hló þar til ég fékk hiksta. Einnig var nú "Hvunndagshetjan" hennar Auðar Haralds nokkuð fyndin. Small allavega við minn húmor eins og flís við rass.

Gangi þér vel.

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 28.6.2006 kl. 13:05

3 Smámynd: Ester Júlía

"101 Reykjavík" eftir Hallgrím Helgason er bráðfyndin, ég fékk þvílíku hlátursköstin við lesturinn :)

Ester Júlía, 28.6.2006 kl. 17:57

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir ábendingarnar , nú er bara að drífa sig á bókasafnið og sjá hvort þær eru inni ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.6.2006 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband