Leita í fréttum mbl.is

Hvað ætli þeir hafi í huga?

Vísindamennirnir vonast til þess að tölva sem getur lesið úr svipbrigðum tilfinningar okkar muni nýtast við auglýsingagerð. Hvað ætli sé átt við? Er ef til vill verið að tala um að auðveldar sé að stjórna neysluhegðun þinni ef hægt er að lesa tilfinningar þínar úr svipbrigðum þínum og nýta sér það?

Því miður þá er fréttin allt of grunn til að hægt sé að átta sig á því hvað liggur þarna á bak við. Það eina sem hún í raun segir er að verið sé að hann tölvu sem getur lesið úr svipbrigðum þínum tilfinningar þínar.

Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Ég er ekki mikið fyrir auglýsignabæklinga sem streyma inn um blaðalúguna hvort sem ég bið um það eða ekki, né heldur símhringingar hinna ýmsu sölumanna alls konar vöru og þjónustu.

Við lifum í neyslu samfélagi sem er sjáflsagt ein af ástæðunum fyrir þeirri stöðugu mötun sem á sér stað í lífi okkar. Vandinn fyrir manninn er sá að hann er félagsvera, en það er síðan kostur auglýsenda sem hafa það markmið að selja eitthvað.  Eina vörnin verður þá ef til vill sterk skynsemi, þykkur framheilabörkur ;) og minnkun tilfinninga. En þetta eru auðvitað bara morgungetgátur þar sem að ég er að leika mér með frétt sem gefur f litlar upplýsingar. Ef til vill gæti ég fundið eitthvað um þetta á netinu en nú hefði verið "næs" að hafa heimild til að leita sé frekari upplýsinga;)


mbl.is Tölva sem les svipbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband