Leita í fréttum mbl.is

Prófatörnin

Það fór nú svo að ég þurfti að spreyta mig á öllum 20 einingunum þar sem að ég gleymdi að skrá mig úr einhverjum áfanganum ;) Ég hef alltaf virkað betur undir álagi og nú fóru hjólin að snúast hjá mér. Ég var nú samt ekkert sélega góð með mig eða þannig fannst ég þurfa meiri tíma eins og sjálfsagt allir aðrir stúdentar sem eru að undirbúa sig fyrir próf.

Á undanförnum árum hafði ég þó áttað mig á nokkrum grundvallar atriðum sem skiluðu mér besta mögulega árangri miðað við ástundunina sem ég hafði lagt í hvert fag. Ég fylgi þeim reglum sem ég hef sett mér.  

  1. Góður nætursvefn daginn fyrir próf
  2. Enginn lestur 2 klukkutíma fyrir próf
  3. Slökunartækni og stöðug mötun á því að ég kunni það sem ég kunni og það sé það sem ég ætla að skila af mér á prófinu fái ég tækifæri til þess.
  4. Þegar 1 klukkutími er í prófið og óöryggi skýst upp í kollinn á mér þá stýri ég meðvitað hugsuninni á próf liðinna ára sem mér gekk vel í. Ég rifja upp augnablikið þegar ég fékk góðar einkunnir.

Í prófatíðinni í vor notaði ég þetta eins og áður og fann ekki fyrir miklu stressi. Mér finnst  bæði gott og gaman að spjalla við samnemendur mína og mæti því snemma. Aðalatriðið er að hvíla heilann áður en til próflausnar kemur. Í vor voru miklar framkvæmdir á Háskólalóðinni og því fóru flest próf í sálfræðiskor fram í Eirbergi (við Landsspítala Háskólasjúkrahús). Ég þekkti ekki þetta hús og vissi heldur ekki hvernig væri að fá stæði þannig að ég fór bara fyrr af stað svo að ekkert stress færi í gang út af slíkum aukaatriðum.

Ég þreytti öll prófin og beið svo spennt eftir niðurstöðunum. Ég hef verið nokkuð nösk á að átta mig á því hverngi mér hefur gengið en þó er eitt og eitt fag sem erfitt er að greina. Tölfræðin var þetta fag í vor. Mér fannst þetta hafa verið í lagi en samt var ég ekki örugg. Ég vissi sitt af hverju um þær spurningar sem lagðar voru fyrir nemendur en hvort ég væri að svar því sem kennarinn var að fiska eftir vissi ég ekki.

Það var því svolítið skondið að þegar niðurstað kom og ég hafði náð prófinu þrátt fyrir að vera bara með 5,5 þá leið mér eins og ég hefði unnið milljón. Það fyndnasta við þetta var að þetta var lélegasti árangurinn. Sem betur fer bara 3 eininga kúrs. Ég þarf auðvitað að bæta mig í tölfræði III í haust þar sem að mig vantar tæplega helminginn af þeirri þekkingu sem kennarinn var að fiska eftir í prófinu í vor. En ég lauk sem sagt öllum 20 einingunum og er ánægð og glöð með þann árangur.

Þetta er spennandi keppni við sjálfan sig og vegna meðaltalið sem endar með að verða loka BA einkunn mín. Nú hefst alvöru keppni við að ná 1 einkunn + . Það verður því nóg að gera á næstu önnum ;) 

Fyrirhyggjan er alls ráðandi og er ég búin að semja við snjalla eiginmann minn um að vera einkakennari hjá mér alla laugardagsmorgna í vetur. Hann samþykkti það brosandi svo framarlega sem ég væri til í að vera sveigjanleg ef að hann þyrfti að vinna á laugardagsmorgni og færa þá kennsluna yfir á sunnudagsmorgun. Ég hef því í baráttuhug mínum ákveðið að leggja eigingirni minni og sýna samvinnu og auðmykt ef og þegar sú staða kemur upp ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 71764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband