26.6.2006 | 11:08
Sálfræðingar og trúmál
Ég er enn að ná áttum eftir helgina. Þetta var athyglisvert fyrir okkur hjónin þar sem við erum eins og flestir Íslendingar kristinnar trúar. Ég er þó þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé að kynna sér sjónarhorn annarra og ekki síst þeirra sem ekki eru sömu skoðunar. Í fyrra fórum við til Zen Búddista á Íslandi og var það líka einkar forvitnilegt.
Í gærkvöldi leitaði ég að upplýsingum um Carl Sagan en margir á ráðstefnunni nefndu hann sem mikinn áhrifaþátt í lífi sínu. Ég las um hann á Wikipediu og þar fann ég lista yfir þekkta humanista. Carl Rogers og Maslow voru þar á meðal. Þetta vakti enn frekar áhuga minn á því að þekkja bakgrunn þeirra sem ég er t.d. að lesa bækur eftir.
Það er auðveldara að skilja kenningar og pælingar þessara höfunda þegar þú þekkir skoðanir þeirra og uppruna (starf foreldra, áhugmál, starf maka o.þ.h.) Þú ert það sem þú hugsar segja sumir. Þú hugsar út frá því sem að þú lærir. Það kom líka fram á ráðstefnunni að þekking væri grundvöllurinn. Ég furða mig mest á sterkum ítökum bókstafstrúar hjá vísindamenntuðu fólki þar sem ekki eru neinar sannanir fyrir því sem í Biblíunni stendur.
Mótun trúarlegra skoðana er því mjög sterk og eitthvað sem ég hef ekki enn ;) þroska til að skilja. Hitt er svo annað mál að nú langar mig til þess að kynna mér trúarlegan bakgrunn þekktra sálfræðinga sérstaklega þeirra sem að hafa búið til kerfi (meðferð) til hjálpar þeim sem þess þurfa.
Já það alltaf gaman að taka áskorun og það var þessi helgi. Þetta minnti mig á margzn hátt á pólitískan fund rétt fyrir kosningar.Talsvert var talað um ýmis trúarbrögð og ljósi varpað á þætti sem ekki eru jákvæðir. Minna var talað um hinar jákvæðu hliðar þessara trúarbragða en þó aðeins. Fyrir þann sem stóð fyrr utan þau félög sem að ráðstefnunni standa þá fengust ekki miklar upplýsingar um það út á hvað trúleysi gengur, en það kom hins vegar í ljós út á hvað það gengur ekki. Þetta minnti mig á pólitísku fundina þegar flokkur talar um neikvæða þætti hinna flokkanna en talar ekki um eigin kosti. það sem var áhugaverðast við þetta var þða að trúleysingjar eru andstæða við nokkuð sameiginlegan kjarna flestra eða jafnvel allra trúarbragðanna. Nú er ég að tjá mig hér út frá því sem við mér blasti á ráðstefnunni. Trúleysi telst ekki til trúarbragða þó að mér finnist að svo eigi að vera. Ég fæ ekki betur séð en að trú sé m.a. lífsskoðun. Þegar ég var í trúarbragðasögu þá minnist ég þess ekki að þar hafi verið fjallað um trúleysi enda var bara fjallað um stærstu trúarbrögðin. Trúleysi er hins vegar partur af sögu trúarbragða og til þess að heildstæð mynd fáist þá þyrfti að draga saman upplýsingar um menningu, menntunarstig og aldur trúarbragðanna. Ég hefði verið svo mikið til í að dýfa mér ofan í þetta efni en hef ekki tíma til þess að gera það almennilega.
Þátttakendur á þessari alþjóðlegu ráðstefnu trúleysingja voru frá ýmsum löndum, þó fannst mér Bandaríkjamenn áberandi. Það var áhugavert að spjalla við fólkið, viðmót opið og þægilegt. Ég sit hér eftir með fullt af nýjum spurningum um hegðunarmótun mannsins, valdbeitingu foreldra á líf barna sinna, þörf mannsins til þess að skilja uppruna sinn og tilgang lífsins eða tilgangsleysi ;) gagnkvæmri virðingu manna og hópa fyrir skoðanafrelsi og trúfrelsi ( sem er ef til vill líka skoðun). Já ég hef úr nægu að moða næstu mánuði eða jafnvel ár. Ég vona nú að ég gefi mér samt tíma til þess að setja eitthvað af pælingum mínum hér niður það er svona nokkurs konar glósur á leið minni í gegnum hegðunarmunstursskóg manneskjunnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Menning og listir, Trúmál og siðferði | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyri því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.