Leita í fréttum mbl.is

Trúarheimspeki, ráðstefna Star Trek ;)

Þetta var áhugaverður áfangi. Nemendahópurinn skiptist í tvennt, guðfræðinema og heimspekinema. Það var gaman að kynnast þeim og ólíkum sjónarhornum þeirra. Ég átti auðvitað ekki heima þarna en samt var áfanginn opinn fyrir hvern sem vill. Mér finnst trúmál hafa heilmikil áhrif á hegðun fólks og jafnvel í mörgum tilvikum hægt að segja að sú trúarleið sem einstaklingur velur sér stjórni stundum lífi hans á margan hátt.

Trú vekur upp hjá einstaklingum alls konar tilfinningar, von, virðingu, frið, kærleika, fegurð, hlýðni, ótta, reiði og jafnvel fordóma, hatur og hefnd. Mér fannst þessi áfangi því eiga vel heima í sálfræðinámi. Við lásum bækur og greinar eftir guðfræðinga og heimspekinga. Skoðanir sem leitast við að sanna tilvist Guðs voru lesnar í fyrri hluta áfangans en í þeim síðari voru skoðanir sem leitast við að sýna fram á að ekki sé hægt að sanna tilvist Guðs og jafnvel að enginn Guð sé til.

Þátttaka mín i áfanganum setti af stað miklar pælingar hjá mér. Ég fór í enn eina nafnlaskoðunina. Margt sem ég las veitti mér nýja sýn á þann þátt hvernig trú hefur verið notuð til þess að stjórna fólki. Ég þekki líka dæmi þar sem trú veitti einstaklingnum þann mátt og von sem viðkomandi þurfti til að ná árangri.

Þörf mín á meiri víðsýni jókst. Mig lagnaði að lesa meira og lifa mig inn í ólík sjónarmið. Ég frétti af því hjá öðrum kennara mínum (heimspekikennaranum ;)) að félag trúleysingja stæði fyrir ráðstefnu sem hefst í kvöld g er alla helgina. Þar koma fram margir þekktir einstaklignar sem eru að fjalla um lífið án Guðs. Þar sem að ég hafði aldrei pælt neitt sérstaklega í þeirri hlið en hafði samt nokkuð gaman af Star Trek ( einn handritaföfunda þess þáttar er með fyrirlestur á ráðstefnunni) þá ákvað ég að taka þátt í ráðstefnunni.

Ég er spennt og mun væntanlega tjá mig eitthvað hér um viðburði helgarinnar. Ef einvher hefur áhuga á að kynna sér þetta þá eru upplýsingar hér 

Ég veit ekki hvort enn eru lausir miðar . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband