Leita í fréttum mbl.is

Mikil þolraun

Það var mikil þolraun að leysa eitt af verkefnunum í áfanganum "Greining og mótun hegðunar". Kennari áfangans er ákveðinn og engar undanþágur eru veittar frá þeim reglum sem gilda í áfanganum bæði varðandi mætingu, skil á verkefnum og skilatíma. 

Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir þá sem verða fyrir óvæntum áföllum í lífinu en ekki er tekið tillit til þess alveg sama hve alvarlegt það er. Það versta sem gerist í stöðunni er að nemandi nær ekki að ljúka áfanganum og þarf að taka hann aftur. 

Það sem er gott við þennan áfanga er að allar línur eru skýrar. Nemandi ætti að vita nákvæmlega til hvers er af honum ætlast. Upplýsingar eru líka til staðar í upphaf annar þannig að auðvelt er að skipuleggja sig.

Ég var lánöm, lenti ekki í áföllum og aukaálagi vegna þess. Eitt af verkefnunum var flugfærninám í hugtökum. Skilin eða prófið var munnlegt tók hámark 3 mínútur (mælt með skeiðklukku) allt nákvæmt. Nemandi átti að læra utanbókar, orðrétt skilgreiningar á 20 hugtökum. Möguleg einkunn var 1,5 til 2 (sem gilti 15-20% af lokaeinkunn). Til þess að fá 1,5 þurfti nemandi að kunna reiprennandi 15 skilgreiningar og geta farið með þær á innan við 3 mínútum. Hver skilgreining umfram 15 gaf 0,1. Næði nemandi hins vegar 14 eða færri hugtökum þá var einkunnin 0.

Það var ýmislegt skondið við þetta verkefni (alla vega hjá mér). Okkur var sagt að gera línurit yfir árangur og byrja námið helst strax. Ég kveið því að ráða ekki við þetta og vor tvær ástæður fyrir því. Munnleg próf stressa mig alltaf meira en aðrar tegundir prófa. Hitt var að mér tækist ekki að gera þetta á innan við 3 mínútum.

Ég bjó til hugtakaspöldin eins og lög ;) gerðu ráð fyrir. Númer og hugtak framan á spjaldi og skilgreining aftan á því. Svo hófust tímamælinar og hönnun línurits. Fyrstu dagana náði ég bara að læra eitt af hugtökunum. Þá varð ég stressuð og fór að taka bunkann með mér í veskinu. ég var síðan lesandi hugtökin yfir hvenær sem tækifæri gafst. Þetta var svona eins og spurning upp á lif eða dauða. Ég ætlaði mér ekki að tapa 2 heilum af lokaeinkunn.

Svo allt í einu mundi ég nokkur og öryggið fór að vaxa. Eitt vandamál stóð ég þó frammi fyrir sem var mér einna erfiðast. Um áratugaskeið ( 20 ár) hafði ég tamið mér að tala hægar. Þar sem að ég var í eðli mínu frekar örari týpa en hitt og stressaðist því upp, fékk hækkaðan blóðþrýsting og þar fram eftir götunum þá valdi ég mér lífsstíl og breytti hegðun minni á þann hátt að minnsta kosti gæti það haft lækkandi áhrif á blóðþrýsting og kortisólmyndun. Fyrir bragðið átti ég erfitt með að þylja hugtökin á þessum hraða. Sumar skilgreiningarnar voru nokkuð langar, aðrar styttri.

Það var ekki að spyrja að því blóðþrystingurinn fór upp og væntanlega kortisólmyndunin líka. Mér finnst hugmyndin um utnabókarlærdóm ekki vitlaus en ég held að það geti verið heilsuspillandi að temja sér þessa ákveðnu námstækni til lengri tíma.

Þegar ég mætti í prófið þá var ég búin að sitja úti í bíl nokkra stund og gera mitt besta til að slaka á vöðvum líkamans, draga úr streitunni. Þetta tókst bærilega og var ég þokkalega yfirveguð þegar að mér kom. Ég lauk verkefninu á 2 mín og 13 sekúndum sem var rosagóður tími fyrir mig ( sumir nemendur voru að ná hraða innan við 2 mínútur ;)) 

Þegar ég var sennilega um það bil hálfnuð fannst mér allt í einu ég vera að gera þetta svo hægt að ég varð rosa stressuð og gaf í, orðin svo skjálfhent að ég gat næstum ekki haldið á spjaldabunkanum ( við áttum að stokka hann og þylja svo það hugtak sem efst var í honum og svo koll af kolli). ´

Ég náði öllum 20 hugtökunum réttum og innan tímamarka og var því búin að ná mér í 2 af lokaeinkunn áfangans. Það var sætur sigur og var ég stolt af sjálfri mér en svei mér þá ég held að ég hafi aldrei áður verið svona stressuð!

Það finnst mér fyndið og fáranlegt. Vá það er nú eitt og annað í reynslupoka lífs míns og af öllu því þá er það ÞETTA sem ég hef verið stressuðust yfir. ég er bara ekki búin að ná þessu enn ;)

Ég lærði hins vegar af þessari æfingu svo margt um námsgetu. Ég hefði ekki viljað (svona eftir á) að hún hefði verið öðruvísi. Samt svolítil spurning með streituna og blóðþrýstinginn, ég held að heilsusamlega sé þetta ekki gott fyrir mann. En spurningin er hefði ég lagt þetta mikið á mig og þar af leiðandi lært ýmislegt um námsgetu vegna þess að ég hafði sjálf reynslu af því, ef ekki hefði verið svona mikið í húfi? Ég lærði ýmislegt um námsgetu mina sem á eftir að nýtast mér svo lengi sem ég lifi og læri.

Þegar upp er staðið þá er ég ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að takast á við þetta verkefni. En það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera í sálfræðinámi, en það er sannarlega skemmtileg áskorun.

Maðurinn minn var stundum hissa á mér;) , til dæmis þegar ég sótti hann í vinnuna, afhenti honum stýrið, dróg upp hugtakaspjaldbúnkann minn og byrjaði að kyrja skilgreiningarnar hahahahaha

 En svona puð breytist með tímanum í ánægjulegar minningar og ekki síst þegar allt fer vel að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband