20.6.2006 | 16:45
Streita og of mikið kortisól sjaldan til bóta
Ég er ekki hissa á þessari niðurstöðu og það gleður mig að þetta hafi komið í ljós. Ófrjósemismál hafa nokkrum sinnum borist á góma í mínu lífi undanfarna áratugi. Ég veit um konur sem ekki hafa getað átt barn en hafa síðan ættleitt barn og orðið ófrískar stuttu síðar;)
Margar þeirra kvenna sem ég hef talað við hafa haldið því fram að ófrjósemin væri af völdum streitu. Ekki veit ég til þess að það hafi verið rannsakað fyrr en nú og hef heyrt og lesið um að streita hafi ekki slík áhrif heldur hafi það verið tilviljun að kona ættleiði barn og verði síðan ófrísk, enda aldrei talað um allar hinar sem ættleiða barn en verða ekki ófrískar.
Það var nú þannig í mínu lífi að ég átti mér draum um að eignast 3 börn. Þrjú ár eru á milli elsta og næst elsta barnsins. Þegar yngra barnið var 9 ára langaði mig til þess að eignast það þriðja. En vikur og mánuðir liðu án þess að ég yrði ófríks. Ég las allt sem ég komst yfir og fannst erfitt að sætta mig við það að ég væri orðin ófrjó 29 ára gömul!
Á þessum tíma starfaði ég í banka og tók starf mitt mjög alvarlega. Ég lagði alla fram og vildi ekki gera mistök. Magasýrurnar jukust og þurfti ég á endanum að drekka einhverja sýrubindandi saft eða mjólk (OJ). Lífið gekk mjög hratt og ég held að ég hafi aldrei verið eins full af streitu eins og þá.
Eftir um það bil ár gafst ég upp á því að reyna að verða ófrísk. Minn tími var greinilega búinn. ég nefndi það við minn fyrrverandi að við ættum kannski bara að safna okkur fyrir heimsreisu, það yrði þriðja barnið.
Mér tókst að hætta að hugsa um þetta og setti markið á aðra hluti í lífinu og viti menn innan við tveimur mánuðum síðar var ég orðin ófrísk af þriðja barninu sem varð ekki síðast barnið mitt heldur átti ég tvö í viðbót og var á 45. árinu þegar það yngsta fæddist.
Ég hef alltaf verið sannfærð um að streita hafi spilað inn í þetta hjá mér og smakvæmt þessari nýju rannsókn sem fréttin á mbl.is fjallar um þá gæti það bara verið rétt.
Sálfræðimeðferð hjálpar ófrjóum "ofurkonum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.