Leita í fréttum mbl.is

Monkey Business

Monkey Business

 

Ég var að lesa grein í New Scientist um rannsókn á hegðun Capuchin apa. Þegar kemur að peningamálum þá erum við og þeir meira og minna eins ;) Hagfræðingur og sálfræðingur unnu saman að rannsókninni og þeir segja að aparnir þekki góðan díl þegar þeir sjá hann!

Aparnir voru í "vinnu" hjá rannsóknaraðilunum. Verkefnið var að kaupa apli og agúrkur sem þeir þurftu að greiða fyrir með nokkurs konar pening (metal chips). Þegar eplin voru ódýrari en agúrkurnar þá völdu aparnir að kaupa þau þar sem þeir fengu meira fyrir jafn mikinn pening, svona eins og við mennirnir gerum gjarnan og ég var einmitt að blogga um tengt efni í morgun ;)

Önnur áhugaverð staðreynd sem fékk mig til að skellihlægja þó að þetta sé nú frekar sorglegt og alvarlegt mál var það að aparnir reyndur að falsa peninga. Þeir reyndu að borga með agúrkusneiðum hahahahahahaha eða kannski uhuhuhuhuhu.... :) :( en ekki nóg með það heldur földu þeir peningana sína eins og þeir vissu að þeir hefðu eitthvert gildi!

Þriðji þátturinn sem mér þótti áhugaverður í geininni var sá að ef þeir fengu ósanngjarna meðferð til dæmis einn þeirra fékk minna greitt (laun) en hinir fyrir sömu vinnu ;) þá sendi hann frá sér reiðiöskur, greinilega að mótmæla og hegðaði sér eins og hann væri að fara í verkfall!!!

Við erum ef til vill líkar þeim en við héldum? Ef til vill markar þetta ákveðið upphaf rannsókna, þar sem capuchin apar verða notaðir til þess að auðvelda okkur að skilja þá hlið manneskjunnar sem snýr að fjármálum!

Óréttlæti hefur tilhneigingu til þess að ýta undir reiði og hefnigirni og jafnvel aparnir vita að það er ekki gott fyrir viðskiptin;)

Bibliography;

NewScientist, 2005 November, Monkey business. Volume 188, no2524


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband