20.6.2006 | 09:24
Hugsað upphátt
Peningar eru eitt sterkasta stjórnunarafl sem maðurinn stýrist af. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna stjórnvöld nýta sér það ekki til að hvetja þjóðina til dæmis til hollari lífsstíls. Þegar ég las fréttina um að peningar fresti lífi og dauða þá lifnaði í þessum gömlu glæðum mínum.
Ég er sannfærð um að margir myndu breyta venjum sínum í smræmi við verðlagningu ýmissa vara. Ég hef áður nefnt frítt í strætó sem gæti haft margar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Síðan mætti nefna lækkun skatta á grænmeti ( sérstaklega lífrænt ræktað), ávexti, og óunnar matvörur t.d. fisk, og kjöt.
Skatta mætti hækka verulega á hvítum sykri og þar af leiðandi á öllum vörum sem sykur er notaður í. Sælgæti myndi aftur verða munaðarvara en ekki eitthvað sem sótt er í jafnvel daglega. Vörur til íþrótta iðkana, reiðhjól, sundfatnaður ofl þess háttar mætti lækka skatta á til þess að auki ásókn fólks í þær iðkanir. Tannlæknakostnað mætti greiða niður á einhvern hátt til að tryggja tannheilsu en hún bætir meltingu fæðunnar.
Auðvitað er verið að mismuna þeim sem framleiða þær vörur sem myndu bera hærri skatta og einhverjir myndu væntanlega leggja sinn rekstur af og fara inn á aðrar brautir. Færri myndu takast á við offituvanda og alls konar heilsufarsleg vandamál sem fylgja honum.
Sala á heilsubótavörum myndi ef til vill dragast saman (vegna hollari neysluvenja), sama má segja um lyf og alls konar efni sem auka brennslu. Bensínssala myndi minnka og svona má lengi telja.
Aðrir benda mér á að þetta sé nú hálfgerður stóribróðir og yfirstjórn og það eigi að leyfa fólki að stjórna sínu eigin lífi. Fólk getur áfram gert það, það er bara dýrara. Ég væri bara þokkalega fylgjandi því að neysluhegðun fólks væri stýrt á þennan hátt. Ég sé ekkert nema gott við það, þó að ég geri mér grein fyrir því að breytingar yrðu hjá þeim sem hafa lifibrauð sitt af því að selja vörur eða þjónustu sem stíluð er inn á óhollusutulínuna.
Í stað þess að margir fórni heilsu sinni þá yrði óhollustulínunni fórnað að einhverju eða öllu leyti.
Peningar fresta lífi og dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Lífstíll, Menning og listir, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Svona er þessu stjórnað af einhverju leiti. Áfengi og tóbak er skattlagt sérstaklega. Þó mætti kannski skoða dæmið í heild.
Villi Asgeirsson, 20.6.2006 kl. 09:52
Einmitt, rétt hjá þér Villi, en eins og þú segir þá er ég að vona að málið verði skoðað sem heild. Við lifum í neyslu og mötunarsamfélagi og höldum því mörgum fyrirtækjum og stofnunum gangandi með neysluvenjum okkar og lífsstíl. Það hefur verið sagt við mig þegar ég flíka þessum framtíðardraumi mínum að of margir eigi hagsmuna að gæta og þess vegna sé illmögulegt að framkvæma þetta, en ég held að neyslan muni ekki endilega minnka hún muni bara breytast. Ein bjartsýn að vanda ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.6.2006 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.