Leita í fréttum mbl.is

Allt jókst á vorönninni

Ég skráði mig í 100% nám í sálfræðinni + 5 einingar í trúarheimspeki samtals 20 einingar. Ég hef kynnst mörgum á lífsleiðinni og hef meðal annars tekið eftir því hve mikil áhrif trú einstaklingsins hefur á líf hans. Þegar ég var í Fjölbrautaskólanum í Ármúla þá tók ég trúarbragðasögu og fannst ég hafa mjög gott af því. Svona nám eykur meðal annars víðsýni.

Nú langaði mig að kynnast mismunandi heimspeki trúarbragðanna.Þetta var mjög áhugaverður áfangi að taka með sálfræðinni. Vorönninn bauð því upp á enn meiri vinnu og góða skipulagningu. Ég kynntist fleiri nemendum og er ríkari fyrir það. Þetta eru skemmtilegir einstaklingar og gaman að spjalla við þá.

Ég var meðal annars í lífeðlislegri sálarfræði sem er einstaklega áhugaverður flötur að kynna sér. Ég varð hugfanginn af þessu námi. Ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á líffræði eða lífeðlisfræði. Heilinn og miðtaugakerfið er í upp á haldi hjá mér. Þór (kennarinn) er líka til fyrirmyndar. Hann notar fyrirlestratímann sinn fyrir námsefnið, er með góðar glærur sem gott er að setja viðbótarpunkta á og hefur brennandi áhuga á því sem hann er að tala um. Kennari að mínu skapi ;)

Allt lagðist á eitt að auka áhuga minn á þessu fagi. Alltaf þegar ég hafði aukatíma (sem var því miður allt of sjaldan) þá var ég að leita að vísindagreinum eða rannsóknum sem tengdust þessu. Áfanginn var samt erfiður, mikil yfirferð og fullt af nýjum hugtökum að læra. Ég hefði viljað geta eitt meiri tíma í hann.

Nú horfi ég með tilhlökkun til hraðlestrarnámskeiðsins og vona að ég geti aukið lestrarhraðan, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku svo að ég geti notið efnisins eins og ég hef þörf fyrir.

Ég tók líka virkan þátt í vísindaferðum með nemendum og var bara gaman af því. Heimsók á Stígamót, Landsnet og Bandaríska sendiráðið stóðu upp úr. Þær voru fræðandi og kom mér  ýmislegt á óvart þar. Mörg andlit urðu mér kunnugri. Þetta var annars svo stór nemendahópur að í vor fannst mér eins og ég hefði aldrei séð sum andlitin sem samt voru að fara í sömu próf og ég ;)

frh.. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband