Leita í fréttum mbl.is

Umræðan er sannarlega af hinu góða

Ég hef velt þessum mámlum fyrir mér, muninum á fjölbrautakerfinu og bekkjarkerfinu sem ég þekki ekki af persónulegri reynslu heldur eingöngu af þeim sem tjáð hafa tjáð sig við mig. Auðvitað er eðlilegt að smu kjarnafög liggi til grundvallar stúndentsprófs annars væri óeðlilegt að próðið bæri sama nafn í öllum skólum. 

Stúdentspróf innan ákveðinna brauta þarf að vera sambærilegt á milli skólanna. Ekki veit ég hvort til séu upplýsingar um það hvernig háskólastudentum vegnar ef skoðað er hvort þeir þreyttu stúdentspróf í bekkjakerfi eða fjölbrautakerfi. Það væri hins vegar gaman að skoða það. Ég hef reyndar heyrt undanfarin ár að nemendur sem koma frá MR og MA standi best að vígi. Ég hef ekki neinar tölur til að styðja þetta og veit ekki hvort þær hafa verið teknar saman.

það vakna margar spurningar. Eru gerðar meiri kröfur til nemenda þessara tveggja skóla? Er einkunna gjöf öðruvísi? Þegar ég byrjaði í HÍ þá tók ég fljótt eftir því að háskólanám gerir fyrst og síðast kröfur um að nemandinn sé sjálfstæður. Ég er að vísu nemandi í fjölmennri skor. Ef til vill hagar þessu öðruvísi við í smærri skorum.

Mín reynsla sýnir mér því mikilvægi þess að áherslur á sjálfstæði ættu að vera meiri á menntaskólastiginu en þær eru. Aðgangur nemenda að kennurum sínum er talsverður en þegar komið er í háskóla þá er sá aðgangur mjög takmarkaður. Þeir sem hafa verið í fjarnámi eða einhverskonar utanskólanámi hafa smá reynslu í að vera sjálfstæðir.

Hópastarf er annar mikilvægur þáttur en að honum er vel hlúð eftir því sem ég best veit. Öll umræða um uppbyggingu skóla á öllum stigum er af hinu góða. Það er eðlilegt að endurskoða áherslur á einhverra ára fresti því að samfélög breytast, áherslur breytast, tæknin breytist og við það allt saman skapast nýir möguleikar sem jafnvel gætu aukið vellíðan og hámarksgetu hvers einstaklings. 


mbl.is Skólameistari MA leggur til aukið frjálsræði skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 71732

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband