Leita í fréttum mbl.is

Being there

Ég lifi meira í fortíðinni en nútíðinni þetta sumarið. Hef verið að lesa sögu fyrstu heimsspekinganna eins og ég hef nú bloggað um áður, er byrjuð að fara yfir námsefnið í tölfræði I sem ég var að læra í fyrra og þarf að fara í upptökupróf í núna í ágúst og til að kóróna þetta þá er ég að hvíla mig með því að horfa á gamlar perlur.

Í gærkvöldi horfði ég á "Being there" með Peter Sellers í aðalhlutverki. Ég hef séð þessa mynd tvisvar áður og finnst hún alltaf jafngóð, eða ef til vill fannst mér hún fullróleg í fyrsta skiptið. Hún er mjög innihaldsrík og skilur mikið eftir. Þó að myndin sé á vissan hátt alvarleg, þá finnst mér hún líka svo brosleg. það kemur vel fram í þessari mynd hvernig fötin skapa manninn! Garðyrkjumaðurinn er misskilinn  meginhluta myndarinnar. Þetta er snilldarmynd og finnst mér einna skemmtilegast við hana hvernig fyrirfram ákveðnar hugmydir fólks um aðra manneskju stjórna því hvernig hún er skilin eða misskilin ;)

Ég hvet ykkur til að sjá hana, hún er algjör perla og ekki er nú verra að fá einhverja til að horfa með sér og geta spjallað um myndina í kjölfar sýningar;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband