18.6.2006 | 17:11
Lesa hraðar, lesa hraðar,hraðar, hraðar....
Sólarhringurinn er að verða llt of lítill. Þar sem áhugi minn snýst um hegðun og eðli mannsins þá er af nægu að taka. Alltaf þegar ég les fréttir sem á einhvern hátt tengjast lífsmöguleikum mannsins, vellíðan hans, velgengni, sársauka og sorgum þá beinist hugur minn að því hvernig maðurinn gæti hámarkað getu sína í aðstæðum hverju sinni. Þá á ég ekki við "hvað sem það kostar".
Orð eru oft svo fátækleg eða að minnsta kosti geta mín til þess að nota þau til þess að tjá mig um það sem ég er að meina. Þörf mín fer vaxandi til þess að lesa meira og meira, meira, meira...... ;)
Ég sá í blöðunum fyrir nokkrum dögum síðan auglýsingu um hraðlestrarnámskeið. Þetta er ekki einhver bóla heldur hefur hraðlestur verið kenndur um nokkurt skeið. Ég les talsvert hratt, enda fékk ég góða punkta fyrir mörgum árum síðan hvernig ég ætti að beita mér. Þetta var bara einn mikilvægur punktur. Hann hefur nýst mér um langt skeið.
Ég ákvað að slá til ef að kennslan rækist ekki á við dagskránna mína sem er nokkuð þétt fyrir ,)
En viti menn, kennslan fer einmitt fram á kvöldi sem ég er alltaf laus. Þetta verður spennandi. Ég á eftir að tjá mig frekar um það hvernig þetta virkar á mig. Ég hef heyrt að algengasti aldurinn sé 15-25 ára en ég set það nú ekki fyrir mig. Mér finnst fólk á öllum aldurskeiðum áhugavert og ekkert eitt aldurskeið skemmtilegra í návist og samvinnu en annað. Þau eru bara ólík. Ég held einmitt að viðhorf okkar til annarra ráði oft miklu um það hvernig okkur gengur í samvinnunni við þá.
Sem sagt allar bækur sem ég á eftir að lesa mun ég vonandi fljúga í gegnum en ég veit ekki til þess að eins auðvelt sé að lesa hratt á netinu. Þetta á nú allt eftir að koma í ljós.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Leiðin að markmiðinu, Vinir og fjölskylda, Bækur, Vísindi og fræði, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Sniðugt hjá þér að ætla á hraðlestrarnámskeið. Það hefur mig alltaf langað þó svo að ég lesi ágætlega hratt. Það er alltaf hægt að bæta sig og læra meira :) Bestu kveðjur.. Ester
Ester Júlía, 18.6.2006 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.