Leita í fréttum mbl.is

Almenna sálfræðin

Þetta var almennt talið erfiðasti áfanginn enda 5 einingar á meðan hinir voru 4 eða jafnvel bara 3 einingar. Mér fannst áfanginn skemmtilegastur og hefði viljað kunna hraðlestur. Bókin er yfir 700 síður. Þrjú hlutapróf voru þreytt í þessum áfanga í byrjun október, nóvember og desember. Það var fyndið hvernig ég breytti um námstækni eftir hvert hlutapróf.

Til þess að geta haldið náminu áfram eftir áramótin þá þurfti að standast þennan áfanga. Þetta var því tvímælalaust mikilvægasti áfanginn á haustönn. Ég lagði því áherslu á hann. Tölfræðin fannst mér hins vegar ekki mjög áhugaverð enda gekk mér verst í henni.

Ég var vön háum einkunnum í fjölbraut eins og fleiri nemendur sem sækja í þetta nám. Við þurftum nú að venjast því að fá lágar einkunnir. Mjög algengt er að meðaleinkunn í áföngum sé á bilinu 4,5 til 6 sem mér finnst mjög lágt.

Ég stóðst alla áfangana nema tölfræði I en þar var ég með meðaleinkunn 4,5. Tæplega helmingur nemendanna féll í þessum áfanga. Ég var þó nokkuð fyrir ofan meðaleinkunn í almennu sálfræðinni og var því örugg áfram í námið eftir áramótin. Tölfræði I þyrfti ég hins vegar að taka aftur í ágúst eins og fleiri. 

Það var mikið spennufall  um jólin. Ég var í síðasta prófinu (minnir mig) 18. desember og vorönnin byrjaði ekki fyrr en 17. janúar. Þetta er með meiri hátíðarstemningu sem ég hef upplifað og fann ég fyrir miklu þakklæti til fjölskyldu minnar, tengdafjölskyldu og vina sem öll studdu mig áfram hver á sinn einstaka hátt. Það verður aldrei of oft sagt hve stór þáttur í velgengni og hamingju einstaklingsins félagslegu samskiptin eru. Ég er rík kona á þann hátt. Ég var nú bara orðin svolítið löt þegar skólinn byrjaði eftir áramótin.

Námið var skemmtilegra en mig hafði grunað. Ég hlakkaði til að halda árfram eftir áramót. Ég var þó búin að sjá að einhverju þyrfti ég að breyta því að meðaleinkunnin mín var bara 7,17 eftir haustönn, en ég þarf að ná 7,25 lágmark til þess að eiga möguleika á framhaldsnámi. Þá er ég að tala um réttindanám (starfsleyfi) eða MA (mastersnám). BA í sálfræði er ekki mikilsvirði held ég svona eitt og sér, þó að það sé mjög gagnlegt nám.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband