17.6.2006 | 11:59
Rosalega lýst mér vel á hann Geir
Hann er trausturvekjandi, yfirvegaður og var um orðin sín. Ég tek sérstaklega undir það með honum að gera útlendingum sem setjast hér að kleift að læra íslensku. Útlendingar verða síður hluti af samfélagi okkar ef þeir læra ekki íslenskuna.
Þeir mynda þá hópa innan samfélagsins sem jafnvel eru einangraðir eða aðskildir frá heildinni. Einnig er það slæmt þegar þeir fara að vinna við þjónustustörf og geta ekki talað málið. Mér þótti það til dæmis frekar sorglegt þegar móðir mín lá á Grund að starffólkið sem vará allan hátt gott starfsfólk skildi ekki fyrirspurnir eða óskir þeirra sem lágu þar og gátu ekki gert sig skiljanleg. Gamla fólkið þarna kunni jafnvel bara tungumálið sitt íslenskuna, sem dugði ekki til að biðja um aðstoð.
Það er líka einkennilegt að fara á kaffihús eða út að borða og þurfa að panta á ensku á íslensku veitingahúsi! Ég hef lent nokkrum sinnum í þessu hér í Reykjavík og fannst þetta eiginleg fyndið, rosa skrítin tilfinning. Þetta er svo sem ekkert tiltökumál fyrir þá sem geta talað annað tungumál en íslenskuna en það eru bara ekki allir sem geta það.
Það er því mikilvægt að útlendingar sem sækjast eftir því að setjast að á Íslandi geti fengið tækifæri til þess að læra málið, að það sé til dæmis ekki of dýrt fyrir þá. Margir þessara útlendinga eru ekki efnafólk, heldur fólk sem kemur hingað til þess að öðlast meiri lífsgæði heldur en er í þeirra heimlandi. Ég er sannfærð um það að lífsgæðin verða meiri þegar fólkið getur tjáð sig á íslensku.
Verðmætin í sögu og tungu mega ekki gleymast í velmegun og útrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Menning og listir | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Geir H Haarde var um orð sín ? ,,,hvað varð um frasann að ef marr nær ekki sætustu stelpunni á ballinu þá sættir marr sér við eitthvað annað sem gerir sama gagn :P
Sleggjan og Hvellurinn, 17.6.2006 kl. 14:25
Úbbs, ja það var nú ef til vill ekki heppilegasta samlíkingin sem hann valdi ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.6.2006 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.