17.6.2006 | 11:40
Að hita upp fyrir sumarsmellinn í ár ;)
Í gærkvöldi barði ég augum myndina "Pirates of the Caribbian " og hafði svo gaman af henni.Snilldarmyndir sem vefja bröndurum inn í annars þokkalegan spuna. Ég ætla mér sannarlega að sjá mynd númer tvö í sumar og hlakka til að komast að því svona fyrir mig hvort hún verði ekki besti smellur sumarsins. Johnny Depp leikur svo skemmtilega ævintýralegan karakter.
Það er ágætis samantekt um hann hér
Þessi mynd inniheldur svo margt, spennu, grín, ævintýramennsku, rómantík, klógindi ofl. ofl. Ég var undrandi á því hvað ég hafði gaman af því að horfa á hana aftur. Er ekki mikið fyrir að horfa oft á sömu myndina nema þær sem eru þess eðlis að erfitt er að ná innihaldinu í einu áhorfi.
Þá dettur mér í hug myndin "What the Bleeb Know" sem er eins konar viðtalsmynd ( ekki handrit) en ég þarf einmitt að horfa á hana aftur áður en ég fjalla um hana hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.