Leita í fréttum mbl.is

Snilldarkerfi

Enn ein staðfestingin á því hve vel líkaminn er gerður til þess að lifa af. Því meira sem ég les um starfsemi líkamans þeim mun hrifnari verð ég. Mér fannst getnaðurinn og vöxtur og þroski fóstursins alveg þvílíka kraftaverkið. Mér fannst nú bara mesta furða hve mörg börn verða til og það fullsköpuð. Þetta kerfi er stórkostlegt eða kraftaverk eins og ég var vön að kalla það. 

En nú í vetur þegar ég var að læra lífeðlislegu sálfræðina þá heillaðist ég nú alveg upp úr skónum af heilanum og taugakerfinu. Það er ótrúlegt hve vel heilinn er varinn. Að vísu velti ég nú fyrir mér hversu gott það er í sumum tilfellum eins og Þegar fólk neytir áfengis. Þá fækkar upptökustöðvum (til að vernda heilann fyrir víninu) þess vegna þarf fólk alltaf meira og meira vín til þess að finna á sér.

Vínmagnið verður samt alltaf meira og meira í líkamanum og það fer auðvitað illa með annað t.d. lifrina. Það tekur lifrina langan tíma að losa sig við áfengið, sem er einn af orsökum skorpulifrar. Heilinn er hins vegar varinn fyrir eiturefnum eins lengi og hægt er.

En talandi um þörfina að leggja sig eftir matinn tengist afkomugetunni. Ég hef líka tekið eftir því þegar ég er að fara í próf að það borgar sig ekki fyrr mig að borða áður en ég fer. Það þarf að gerast minnsta kosti 2 klukkustundum fyrir próf. Mér finnst það koma niður á einbeitingunni enda tekur meltingin til sín gífurlega orku þegar verið er að melta fæðuna.

Já mér finnst alltaf gaman af pælingum um manneskjuna ( eiginlega á öllum sviðum) ;) 


mbl.is Síðdegisblundurinn útskýrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband