Leita í fréttum mbl.is

Sálfræðinemar, Anima félag þeirra og fleira áhugavert

Vá enginn smá áhugi á náminu. Hátt á þriðja hundrað nemendur hófu nám. Ég kynntist fljótlega nokkrum nemendum ( eitthvað sem ég átti alls ekki von á). Eftir því sem leið á námið þá áttaði ég mig á því hve fordómafull ég í rauninni var. Ég var eiginlega búin, alveg ómeðvitað að ákveða það að ungu fólki fyndist asnalegt af eldra fólki að hefja háskólanám. En það var nú alls ekki reyndin. 

Ef að einhverjum hefur fundist það, yfirleitt verið eitthvað að pæla í því þá barst mér það aldrei til eyrna. Ég átti auðvelt með að spjalla við þá nemendur sem sýndu áhuga. Ég rakst líka á nemendur á þriðja ári sem ég þekkti svolítið til. Það var gaman að spjalla við þá og ekki var nú verra að fá tækifæri til að fræðast um tilhögun námsins.

Ég vissi að námið væri krefjandi, þar sem ég þekkti konur sem höfðu stundað það. Ég held meira að segja að kröfurnar hafi minnkað. Ein af þeim sagði mér að það hefðu verið 30 nemendur í sálfræðinni þegar hún stundaði nám þar fyrir u.þ.b. 20 árum síðan :)

Áherslur hafa breyst og andleg/sálfræn vandamál heldur að aukast. Það er því ekki skrítið að þessu námi sé sýndur áhugi.

Ég hef alltaf verið mikil félagsvera og mér líkar vel við félagsstarf. Ég ákvað því að styrkja Animu félag sálfræðinema. Það stóð nú svo sem ekkert sérstaklega til að stunda félagslífið með unga fólkinu en ég vildi styrkja félagið. Ég er sannfærð um að það er gott fyrir nemendur að hittast og alveg sérstaklega fyrir unga fólkið sem á alla framtíðina fyrir sér.

Hver veit ef til  vill eiga einhverjir þessara nemenda eftir að vinna saman jafnvel í mörg ár ;)

Þetta lagðist allt vel í mig. Ég var í fullu námi + enskri málfærni sem mér fannst sniðugt að taka þar sem það er mikið að lesa og mest allt á ensku. Ef til vill á líka eftir að fara út og þá skiptir miklu máli að viðhalda tungumálafærninni eða helst auka hana. 

I was happy as a Clown :))) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband