13.6.2006 | 13:30
Nú styttist í að ég myndi hefja draumanámið mitt :)
Ég leiddi nú hugann að skynfærunum. Málið er að þegar ég var 22ja þá þurfti ég gleraugu vegna litilsháttar nærsýni. Ég fékk síðan ofnæmi fyrir umgjörðunum og hætti að nota gleraugun. Ætlunin var alltaf að fá sér ný og betri en það voru aldrei til peningar fyrir þeim. Ég komst af án þeirra (sjónin ekki svo slæm). Heimurinn varð að vísu loðnari með tímanum en ég vandist því.
Ég hafði tekið eftir því þegar ég fór í bíó að ég gæti ekki lesið textann, en það kom svo sem aldrei að sök. Nú hins vegar runnu á mig tvær grímur. Myndi ég sjá glærur og þá punkta sem sumir kennarar veldu að skrifa á töflu. Ég óttaðist að svo væri ekki. Nú var ráð að leita til sérfræðings og láta mæla sjónina og fjárfesta síðan í gleraugum.
Þetta gekk allt vel. Ég fékk tíma nokkrum dögum síðar og þær fréttir að sjónin hefði versnað og ég þyrfti í rauninni tvískipt gleraugu. Málið var að styrkleikinn var orðinn það mikill að ég gat ekki lesið (eða glósað hjá mér) með sömu gleuraugum og ég þyrfti til þess að sjá skýrt frá mér.
Augnlæknirinn sagði mér líka að margir þyrftu nokkurn tíma til að venjast gleraugunum. Það var kominn september og skólinn rétt að byrja. Ég var ekki í góðum málum. Að ég skyldi nú ekki hafa hugsað fyrir þessu. Ég ákvað engu að síður að fá mér tvískipt gleraugu ég yrði að takast á við það ef það tæki mig langan tíma að venjast þeim. Vegna nikklesofnæmisins þá varð ég á fá mér Títan gjarðir. Úff þetta myndi sko kosta...
En þetta var nú ekki allt. Þegar ég var 17 ára varð ég fyrir skaða á heyrn. Það hafði bara verið skoðað einu sinni og ekkert hægt að gera. Heyrnin var heldur að versna. Ég pantaði því tíma hjá sérfræðing og vildi vita hver staðan mín væri og hvort eitthvað væri hægt að gera. Loksins var ég tilbúin til þess að láta þessi mál ganga fyrir ýmsu öðru, en það hafði ég aldrei áður getað gert.
Fréttirnar þar voru ekki góðar. Heyrnin hafði versnað og ekkert hægt að gera við því, eða það var mér alla vegana sagt. Hún var þó ekki svo slæm að ég þyrfti heyrnartæki, nema ef ég sæti í stórum sal og hljóðið bærist illa.
Ég stefndi þá á að kaupa mér gleraugu og velja mér síðan sæti framarlega í salnum þannig að öruggt væri að ég myndi heyra ef kennari notaði ekki míkrafón. Gleraugun kostuðu tæp 70 þúsund, samt bara einföld ( þó þau væru tvöföld) gleraugu. Það var sem sagt enginn mega stíll á þeim.
Ég var líka komin með bókalistaog gat farið og verlsað skólabækurnar. Vááááá´mikið hlakkaði ég nú til að fara að byrja. Skyldi ég ráða við þetta, eða var ég að hætta mér út í eitthvað miklu meira en ég gæti ráðið við?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Lífstíll, Leiðin að markmiðinu, Vinir og fjölskylda | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.