14.6.2006 | 08:35
Nú var ég orðin vel vopnuð
Fyrsti dagurinn í draumanáminu mínu runninn upp. Nú var ég vel vopnuð öllum þeim græjum sem myndu gera mér kleift að ná árangri. Alveg er þetta týpískt. Þegar ég ætla að setja nýja (gamla) bílinn okkar í gang þá bara drepur hann á sér jafnhraðan. Ég stressast auðvitað aðeins upp, leiðinlegt að geta ekki komið tímanlega í fyrsta fyrirlesturinn. Ég hafði aldrei áður verið í HÍ og vissi því ekkert hvernig þetta væri. En ég átti að mæta klukkan 8:05
Ég var ekki vön að nota strætó en sé vagninn koma og tek til fótanna, mig minnti að ég hefði einhvern tímann séð númer 14 stoppa hjá bóksölu stúdenta. Það var rétt munað, þaðan þurfti ég síðan að labba upp í Háskólabíó. Hjartað barðist í brjósti mér, ég var orðin aðeins of sein. ég læddist inn og fann mér sæti á 4 bekk.
Ég hafði nú svo sem ekki misst af neinu og gat bara slakað á. Ég þreyttist auðvitað fljótt í augunum og átti eftir að venjast nýju gleraugunum. Hljómgæði í salnum voru góð og enginn kennaranna verulega djúpraddaður en það hefði verið hið versta mál fyrir mig. Það var dálítið skondin tilfinning að sitja í bíósalnum sem ég hafði svo oft setið í áður mér til afþreyingar og að afþreyingin nú væri draumanámið.
Næstu daga myndi ég sjá hvernig þessu væri háttað og hvernig best væri fyrir mig að nálgast það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Leiðin að markmiðinu, Lífstíll | Facebook
Af mbl.is
Erlent
- Þúsundum sagt að halda sig innandyra vegna eitraðs klórskýs
- Skiptast á eldflaugaárásum
- Pútín: Rússland mun sigra Úkraínu
- Páfinn settur formlega í embætti eftir viku
- Hljóð frá sprengingum heyrast í Kasmír
- Trump rak umdeildan bókavörð
- Átti í flóknu sambandi við fórnarlömbin
- Óásættanlegt ef Bandaríkin njósna um Grænland
- Nýta eignir Rússa til að styrkja varnir Úkraínu
- Kona látin eftir alvarlegan glæp: Einn handtekinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.