Leita í fréttum mbl.is

Stúdentsskírteinið

Jæja það var nú ekki allt búið, þó að öllum einingum væri lokið þá var ég auðvitað að gera þett á óhefðbundnum tíma. Engar útskriftir frá Sumarskólanum og ekki nema í maí og desember í FÁ. 

Ég hafði sótt um skólavist í HÍ fyrir 5 júní með fyrirvara um að ég næði prófunum. En til þess að hægt væri að samþykkja mig inn í skólann þá þurfti ég stúdentsskírteini eða a.m.k. afrit af slíku. Sumarskólinn hefur þann sið að senda einkunnir rafrænt til þeirra skóla sem nemendur stunda nám við.

Þegar Sumarskólinn hafði skilað af sér einkunnum þá voru allir farnir í sumarleyfi í FÁ. Ekki var þeirra að vænta aftur fyrr en um prófatíma fjarnámsnemenda eða eftir verslunarmannahelgina. Ég var nú orðin frekar óörugg þar sem að það þurfti að vísa nemendum frá Háskólunum vegna mikillar aukningar á aðsókn. Ekki yrði tekið við neinum undanþágum þannig að ég varð að fá skírteinið.

Ég mætti upp í FÁ um leið og opnað var fyrsta dag eftir sumarleyfi. Þá voru menn og konur auðvitað rétt aðhita upp og ekkert nema eðlilegt við það. Iðnaðarmenn voru þar að störfum og skrítið að koma þarna aftur við þessar aðstæður. Ég sagði afgreiðslustúlkunum á skrifstofunni ( frábærar konur) raunir mínar og allt var gert til þess að hjálpa mér að leysa úr þessum vanda.

Fyrst þurfti að finna Kristján Thorlasíus en hann sá um frágang á bráðabirgðaskírteini, staðfestingu um að ég hefði lokið námi þó að formleg útskrift færi ekki fram fyrr en í desember. Þegar hann var búinn að þessu þá þurft að finna skólameistara til þess að undirrita skjalið. Upphófust nú hlaup um skólann upp og niður stiga og úr vesturálmu yfir í austurálmu.

skólameistari hafði skilið símann sinn eftir á skrifstofunni sinni þannig að við gátum ekki nýtt okkur tæknina. að lokum fundum við hann og undirritaði hann nú skírteinið með bros á vör.

Loftið var örlítið spennuþrungið og hugsaði ég með mér "alltaf þarf ég nú að gera hlutina aðeins öðruvísi en venja er til"

Ég dreif mig síðan beinustu leið upp í nemendaskráningu HÍ LOKSINS.....LOKSINS eftir öll þessi ár var ég á leiðinni í draumanámið mitt!!!

Vegna fjárhagserfiðleika okkar þá hafði geymt pening fyrir skólagjöldunum á sérreikning sem ég annars notaði ekkert. Ég var búin að vera með hann þar síðan í maí. Þegar búið var að lagfæra skráningu mína og samþykkja mig inn, ég búin að velja áfangana sem ég ætlaði að ástunda á haustönn og vorönn eins og alltaf er gert (þó ég hafi ekki vitað það), þá  var komið að því að greiða skólagjöldin. Það var lokaskrefið í þessu ferli til þess að skránig mín væri fullgild.

Þá tekur ekki betra við en að kortinu mínu er hafnað. Ég botna bara ekkert í þessu. Spennan hjá mér var það mikil að ég fattaði ekki strax að ég væri ekki með rétt kort! Ekki nóg með það, því þegar ég áttaði mig á því þá vissi ég að ég gæti auðvitað millifært en ég mundi bara ekki eftir því að til væru símar þannig að ég ók út Eiðistorg og millifærði þar í bankanum, fattaði þá að auðvitað hefði ég getað hringt og hahahahahahaha gat nú sem betur fer bara gert nett grín að sjálfri mér.

Jæja en nú gat ég sett punktinn fyrir ofan i-ið og byrjað að hlakka til septembermánaðar. Þá myndi væntanlega hefjast nýtt tímabil í lífi mínu :)))) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 71725

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband