Leita í fréttum mbl.is

Eftirhermun, speglunarfrumur heilans

Ég var að lesa eitt af uppáhaldstímaritunum mínum Scientific American Mind (vol 13 no 3). Það er ekki annað hægt en að brosa og jafnvel skella uppúr. Hver kannast ekki við að einhver geispi og fleiri fara að geispa? Ég var nú bara að skoða myndirnar og þegar ég sá myndina af konunum tveimur , báðum geispandi þá þurfti ég að geispa í gegnum brosið. Síðan tók við mikill hlátur þegar ég kláraði mig í gegnum greinina. Mirror neurons sem við getum kallað spglunarfrumur eru víða í heilanum. Vísindamenn hafa verið að rannsaka eftirhermuhæfni mannsins út frá sjónarhorninu námshæfileikar. Þessar taugafrumur verða virkar þegar einstaklingur veitir athöfnum annarrar manneskju athygli og frumurnar eru á mismunandi stöðum í heilanum.

Ég velti fyrir mér þeim þætti að læra af velgengni annarra, en margar bækur hafa verið ritaðar með það í huga. Ég hef lesið nokkrar slíkar og hugsað, það sem færir einum árangur gæti ef til vil lað einhverju leyti fært mér árangur. Svo hef ég þreifað mig áfram og vinsað úr það sem hentar mínum persónuleika en sleppt hinu.

Faðir segir frá fæðingu sonar síns í greininni. Faðirinn hafði heyrt að ungbörn hermdu eftir þeim fullorðnu t.d. ef þú rekur út úr þér tunguna. Strax eftir fæðingu byrjar faðirinn að reka út úr sér tunguna ( hann hafði ekki heyrt um þetta áður), líklega vildi hann testa þetta sjálfur. Eftir nokkur skipti rekur litli snáðinn út úr sér tunguna. Faðirinn hló þar til hann grét af hlátri. Ég gat svo sannarlega hlegið með honum því ég var svo sem búin að gretta mig á alla vegu fyrir framan börnin mín en ég vissi samt ekki um þetta. Ég var auðvitað búin að læra þetta þar sem speglunarfrumurnar í hausnum á mér hafa afritað þetta eftir hinum ;)

Ég hef líka lesið bækur um líkamstjáningu fólks sem mér finnst mjög skemmtileg og einstaklega áhugaverð. Í partýum er gaman að fylgjast með þessari tjáningu og reyndar líka bara alls staðar annars staðar. Verst er að geta ekki sagt frá því sem gerist því fólk er oft viðkvæmt fyrir því að aðrir séu að fylgjast með þeim.  Ég man svo vel eftir því þegar ég var í FÁ þá var ég einmitt nýbuin að elsa eina bókin um líkamstjáningu. 

þar var talað um að þegar fólk sýndi vinsemd eða að það vildi kynnast betur, viðkomandi væri bara allt í lagi eða jafnvel áhugaverður...

Þá hermdi sá aðili eftir líkamshreyfingum hins. Ég mana þig í að prófa þetta ef að þú þorir;) Ég stóðst ekki freistinguna og þegar tækifæri gafst þá greip ég það. Nemendur þurftu að vinna tvier og tveir saman. Ég sat annars ein í þessum tímum. Þegar nemandinn setti sig í sömu líkamstellingu og ég sat í á studdi ég hinni höndinni undir kinn og hallaði mér aðeins fram a borðið. Það liðu nokkrar sekúndur áður en sessunautur minn hermdi þetta eftir mér. þá rétti ég mig upp og strauk hendinni upp ennið og yfir hárið og hugsaði með mér ef að viðkomandi gerir þetta líka þá er hann að herma eftir. Viti menn sömu hreyfingar voru framkvæmdar. Ég var nú alveg að springa úr hlátri og reyndi að hugsa um eitthvað annað en líkamstjáningu vandamálið var bara það að viðkomandi hermdi alltaf eftir mér. Ég tók á það ráð að halda sömu stellingu lengi svo að ég kæmist yfir þetta. 

Greinin fjallar um hæfni okkar til þess að læra af öðrum og í henni eru ýmsar vangaveltur um það hvort að menning þróist út frá þessum þáttum. Mjög skemmtileg grein og yfir höfuð áhugvert blað fyrir þá sem heillast af hegðun fólks og dýra ekki síst séð með augum lífeðlisfræðinga. 

Ef þú vilt líta á heimasíðu blaðsins þá er hún hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband