11.6.2006 | 13:52
Sumarskólinn og 12 einingarnar
Höfuðið var lagt í bleyti en ekki var langur tími til stefnu. Sumarskólinn er frekar dýr og ef ég myndi velja hann og falla í einhverju eða eða jafnvel fleiru en einu fagi þá þyrfti ég líka að greiða fyrir sömu einingar í fjarnámi í FÁ. Næði ég ekki að láta dæmið ganga upp þá gætiég ekki treyst því ( bara 1% líkur á að komast inn í HÍ á undanþágu) að ég gæti hafið nám í september sama ár. Við vorum að glíma við fjárhagslega erfiðleika þegar á þessu stóð og samviskan var að naga mig. Var þetta eigingirni? hvað ef ég næði ekki árangri? Fjarnámið og Sumarskólinn kostuðu mikla peninga. Skólabækur eru alltaf dýrar. Ég hafði vanið mig á að kaupa allar bækur notaðar. Ég fór líka í almenningsbókasöfnin og fékk sumt lánað þar. Þetta nám var ekki lánshæft. ég kveið ekki fyrir því að fara í dýrt háskólanám því að í rauninni myndi það verða ódýrara heldur en það sem ég þurfti að greiða fyrir stúdentseiningarnar. Ég hélt aldrei utan um þann kostnað, líklega hefði ég hætt ef ég hefði gert það.
Ákvörðunin var erfið. Ég átti eftir að ljúka þremur náttúrufræðiáföngum ( líffræði, jarðfræði og eðlisfræði eða 103,113 og 123) og til viðbótar íslensku 503. Ég hafði aldrei tekið þá áður en nokkuð er um það að nemendur taki upp falláfanga í sumarskólanum. Þar að auki hafði ég enga undirstöðu í jarðfræði og eðlisfræði, en ég hafði alltaf haft áhuga á líffræði þannig að ég bjó yfir einhverri þekkingu þar.
Eins og ég hef sagt áður þá á ég mikilli gæfu að fagna vegna barnanna minna, eiginmanns og ég er sannfærð um að tengdaforeldrar mínir slái flesta aðra tengdaforeldra út. Þau eru alveg einstaklega hjálpsöm og hafa verið mér mikil hjálparhella varðanda yngsta son minn sem er 8 ára.
Velferð barna skipta mig miklu máli Hjálp þeirra hefur því létt af mér samviskubiti sem ég hefði haft ef að mér findist ég ekki vera til staðar þegar þess er þörf. Maðurinn minn er líka mjög fróður um allt milli himins og jarðar og lætur vel yfir því að styðja mig og hjálpa á allan þann hátt sem að hann getur.
Ég minnist þess ekki að hafa fengið eins mikinn og einlægan stuðning frá mínu fólki, systkinum, vinkonum og öðrum sem ég kannast við. Slíkur stuðningur er ómetanlegur þó að ég hafi stundum orðið hálfvandræðaleg og feimin og fannst fólk jafnvel hafa fullmikla trú á mér.
Allir voru tilbúnir til að leggjast á eitt. Ég skráði mig því í Sumarskólann í þessa 4 áfanga. Það vildi nú ekki betur til en að tveir og tveir áfangar rákust á. Uppbygging og skipulag námsins miðast við að nemendur séu að taka 1-2 áfanga þó að fleiri en ég hafi skráð sig í 3 eða 4.
Ég þurfti að velja á milli í hvaða áföngum ég ætti að sitja í tímum og nýta mér þekkingu kennarans. Hvað átti ég til bragðs að taka? Eg notaði útilokunaraðferðina. Eðlisfræðiáfangann varð ég að sitja og gat þá ekki setið í jarðfræðitímum. Ég mætti í fyrsta tímann þar og tilkynnti kennaranum að ég myndi ekki sitja tímana. Ekki var krafist neinnar skyldumætingar. Ég sat síðan alla eðlisfræðitímana nema einn en þá var hlutapróf í jarðfræðinni sem ég varð að taka.
Eftir miklar vangaveltur valdi ég síðan að sitja í líffræðinni en mætti í einn íslenskutíma og ákvað að treysta því að ég gæti höndlað efnið á eigin spýtur. Líffræðin var verulega skemmtileg og kennarinn átti líka sinn þátt í því. Hún var kennari í MR. Hinir voru frá MK og MS allt saman mjög fínir kennarar.
Þessi mánuður var algjör kleppur. Ég lærði í 11 - 13 klukkutíma á sólahring. Maðruinn minn sá um allt sem tengdist heimilinu og börnunum og tengdaforeldrar mínir voru iðnir í að bjóða syni mínum í sumarbústaðsferð um helgar. Ég mæli ekki með því að fólk taki svona mikið nám í einu nema bara í stuttan tíma og með góðum stuðningi fjölskyldunnar. Allt er hægt ef góð samvinna og skilpulagning á tíma er til staðar.
Ég hef oft fengið þá spurningu hvernig ég fari að þessu og þá ekki síst hvaðan ég fái tíma? Ég hef ekki bara verið að ná aföngunum heldur hef ég líka verið að fá frábærar einkunnir. Ég á aðallega eitt svar við þessum spurningum. Ég hugleiði. Þegar mikið álag er á mér og ég er orðin þreytt þá hugleiði ég. Ég hvílist mikið við það. Enda er það góð leið til að hvíla heilann. Jafnvel að loka aðeins augunum og einbeita sér bara að önduninni eða hjartslættinum hvílir hugann. Að leggjast út af eða setjast og góða stellingu og meðvitað að slaka á flestum vöðvum líkamans hvílir hann vel á stuttum tíma. Skipulagning á tíma er auðvitað grundvallaratriði. Þegar þú skráir niður í hvað tíminn fer hjá þér t.d. tekur eina viku ( þetta er mikil vinna) þá sérðu hve mikið af tíma þínum fer í ekki neitt.
Þegar kom að prófum þá rákust þau auðvitað á líka. Prófdagar voru þrír og ég gat fengið einu prófinu hliðrað yfir á þriðja daginn, en þurfti að taka tvö próf sama dag. ég hafði svo sem gert það nokkrum sinnum í FÁ.
Ég náði öllum prófunum og með góðum árangri. Ég var svo happy að þá lá við að ég gréti. Ég var búin með allar einingarnar og nú átti ég bara eftir að fá undirritað staðfestingarskírteini til þess að geta hafið nám við HÍ.
frh.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Leiðin að markmiðinu, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt 12.6.2006 kl. 11:13 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.