Leita í fréttum mbl.is

Mér verður kalt af tilhugsuninni um árlega hjóladaginn 10. júní

Í fimmtíu borgum um heim allan hjólaði fólk nakið í dag úffffff kalt kalt..... hér heima á Íslandi enda veit ég ekki til þess að þetta hafi verið gert hér.

Ég er samt mjög fylgjandi málefninu að minnka mengun. Ég hef áður bloggað um það að frítt ætti að vera fyrir alla í strætó. Svifrik mældist langt fyrir ofan æskileg mörk oftar en einum sinni í Vogunum en þar fóru mælingar fram. Svifriksaukning er væntanlega mest á veturnar eða á meðan margir aka um á nagladekkjum. 

Fyrir stuttu las ég fréttir af heilsuspillandi áhrifum mengunar í Kína en loftmengun þar er mikið og vaxandi vandamál. þegar talað er um svifrik þá hugsa margir til þeirra sem eru með ofnæmi, en þeir sem eru viðkvæmari í lungunum sýna auðvitað fyrr einkenni en þeir sem hraustari eru.

En hvað þarf til þess að breytingar verði á menningunni eða lífstílnum? Þurfa einstaklingar að veikjast í stórum stíl? Þetta minnir mig á sumarið 2003 þegar ég var í Berlín í sumarleyfi. Þar las ég um ungan dreng sem hafði slasað sig á biluðu leiktæki á  einhverskonar opnum róluvelli. Mynd var af barninu og vildu foreldrar þess benda á hættuna. 

Ekkert var að gert. Tveimur dögum síðan kemur í frétt í einu af morgunblöðunum um annað barn sem slasaðist í sama leiktæki og er það einnig tekið fram í fréttinni að blaðið hafi verið búið að birta myndir og viðtal af fyrra slysinu. En nei það var ekki hægt að loka vellinum eða gera við tækið.

Nokkrum dögum síðar deyr barn sem var að leika sér í tækinu. Þá var vellinum lokað. Er það ekki einkennilegt að það skuli svo oft þurfa svona mikið til að eitthvað sé gert til þess að koma í veg fyrir slys, veikindi ( mengunin, lugnasjúkdómar) eða jafnvel dauða.

Ekki veit ég nú hvort Íslendingar fara nú að hjóla naktir 10. júní , nema þá ef til vill á Akureyri eða fyrir austan þegar veðrið er eins got eins og spáin var fyrir daginn í dag 17 stig er nú kannski allt ílagi, en 10 eða lægra úff það er kalt ;)


mbl.is Bensíneyðslu mótmælt á hinum alþjóðlega Hjólaðu nakinn degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband