10.6.2006 | 13:52
Hvernig gat ég lokið stúdentsprófi fyrir haustið?
Þar sem námið hafði gengið svo vel þá var kominn tími til að leggja höfuðið í bleyti. Hvernig gat ég lokið stúdentsprófi fyrir haustið? Var það yfir höfuð möguleiki? Ég tók til alla pappíra yfir þau próf sem ég hafði tekið annars staðar og fór á fund námsráðgjafa í FÁ. Það var hægt að fá fyrra nám metið. Ég beið spennt eftir því að fá niðurstöðu um það hve mörgum einingum ég ætti ólokið.
Niðurstaðan var sú að ég ætti eftir 44 einingar. Mér fannst tíminn dýrmætur þar sem ég fæddist ekki í gær. Við fórum yfir þetta í sameiningu og niðurstaðan varð á endanum sú að ég tæki 32 einingar á vorönn því að mér leist ekki á að taka meira en 14 á sumarönn. Þetta var mögulegt en nokkuð ljóst að ég þyrfti að vera vel öguð til þess að ná árangri.
Á þessari önn var ég í einum íslensku- og dönskuáfanga, tveimur sögu, sálfræði og enskuáföngum, þremur þýskuáföngum. Þetta var mikil törn og aðeins 9 einingar í fjarnámi. Enn kom ég sjálfri mér á óvart. Mér gekk vel að vinna undir álagi og eftir því sem fleiri krefjandi verkefni biðu mín þá gekk mér betur.
Allan tíma þurfti að skipuleggja til þess að þessi mikla vinna kæmi ekki niður á fjölskyldulífinu. Fjölskyldan er samhent og voru málin rædd Við skiptum með okkur verkum og ég valdi að eiga samskiptatíma með fjölskyldunni frá 17-20 ( enginn heimalærdómur á þeim tíma ;)) Ég ræddi það líka við börnin mín að svona mikið álag væri aðeins tímabundið á meðan ég væri að ljúka stúdentsprófinu.
Þetta gekk eins og í lygasögu. Ég náði virkilega góðum árangri í öllum prófunum, en ég get ekki neitað því að það hafi orðið spennufall hjá mér tvær vikur eftir próflok. Þrjátíu og tvær einingar voru nú í höfn og aðeins 12 eftir. Það ætti að vera leikur einn fyrir mig að ljúka þeim í fjarnáminu um sumarið.
Engin áföll voru á vorönninni en þó voru miklar truflanir heima vegna endurnýjunar á dren- og skolplögnum með tilheyrandi múrbroti og hávaða. Ég lærði því ekki mikið heima og það hefði verið vonlaust fyrir mig að stunda mikið fjarnám á vorönn. Það gladdi mig líka mikið að kynnast því hvað ungt fólk er fordómaminna en ég kynntist hjá mínum jafnöldrum fyrir rúmum 30 árum síðan. Mér finnst þetta góð þróun. Talsverð samvinna var í sumum áföngunum og fann ég aldrei fyrir því að ég væri óæskileg í hóp nema síður sé. Ég fylltist af stolti yfir unga fólkinu í dag.
Eg man eftir einu atriði sem vakti þó undrun mína. Ég var þá í sögutíma og kennarinn spurði okkur þessarar spurningar "Er maðurinn í eðli sínu góður eða illur?" Ég trúi því að maðurinn sé í eðli sínu góður og að atburðir sem verða á vegi hans eigi síðan þátt í því að viðhalda þeirri góðmennsku eða breyta manninum yfir í eitthvað annað en góðan mann. En þeir nemendur sem tjáðu sig voru allir sammála um að maðurinn væri í eðli sínu illur.
Ég man ekki eftir að þessari spurningu hafi verið varpað fram þegar ég var yngri en gaman væri að vita það hvort að breytingar hafi einnig orðið á þessu viðhorfi.
Nú átti ég aðeins eftir lokasprettinn til að ljúka stúdentsprófi og þá þurfti ég ekki einu sinni að reyna við 1% líkurnar á því að komast inn í HÍ heldur væri ég örugg inn. Ég ætlaði að skrá mig í fjarnámið í FÁ en námsráðgjafinn ráðlegði mér að fara í Sumarskólann og ljúka þessu í júní. Þá væri ég örugg með að fá skírteinið fyrir haustið og allt væri í goody.... ég þurfti nú aðeins að velta því fyrir mér hvort að ég gæti lokið 12 einingum á einum mánuði. Var það ekki aðeins of mikið?
frh.....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Lífstíll, Dægurmál, Vísindi og fræði, Leiðin að markmiðinu | Breytt 11.6.2006 kl. 10:35 | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Fjóla ráðin sveitarstjóri
- Björn segir sig úr Flokki fólksins
- Þið voruð hægfara, ég beið eftir ykkur
- Stakk móður sína yfir tuttugu sinnum
- Breiðholtsmál: Frestar að taka afstöðu um sök
- Ákærður fyrir tilraun til manndráps
- Stórfelld kannabisrækt í Mosfellsbæ
- Meira um ónæmar bakteríur hér á landi
- Yfir níu þúsund atvinnulausir í desember
- Ekki tekist að vernda börn þrátt fyrir vitneskju
Erlent
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.