Leita í fréttum mbl.is

Gárinn Pési og rauðvínið

Fréttin af kettinum Jack minnti mig á Pésa. Hann var bara lítill venjulegur gári. Stærðin skipti hann ekki máli. Hann eignaði sér staði og þegar hann fann mat á disk þá varði hann diskinn með kjafti og klóm ( eða þannig). Kvöld eitt sat ég í mestu makindum með ost og rauðvínsglas. Honum þótti ostar góðir og gaf ég honum smá bita. Ég var síðan ekkert að fylgjast með honum en þegar ég ætla að teygja mig eftir glasinu þá situr hann á glasbrúninni og svolgrar í sig vínið. 

Mér var illa brugðið og husaði um litla heilann hans, hann myndi sjálfsagt lognast út af. Hann var vel taminn og mikil félagsvera. Hann brást hinn versti við þegar ég myndaðist við að taka hann af glasinu. Goggaði ákafur til mín og sýndi mér að honum var virkilega alvara með það að hann ætti þetta glas og að hollast væri fyrir mig að halda mig fjarri því.

Ég var undrandi á því hvað hann varð árásargjarn, fannst að vínið ætti nú frekar að róa hann niður. En það var engum blöðum um það að fletta honum þótti vínið gott.

Við vorum búin að sjá það áður að hann hafði eignað sér húsið og Dísan ( mun stærri páfagaukstegnud en hann) var hrædd við hann og lúffaði alltaf fyrir honum. Það varð talsverð breyting á henni eftir að Pési dó. En að hann myndi sýna okkur enn stærri lífverum sömu hegðun og Dísunni þá var ég nú hissa. Mér fannst þetta auðvitað fyndið og tók hann af glasinu en hann barðist fyrir vali sínu.

Síðar skyldi ég þetta betur þegar ég var að lesa lífeðlislegu sálfræðina. Margar tilraunir hafa verið gerðar á dýrum m.a. með áfengi, LSD ofl. Þau sækja öll í að fá meira og meira af efnunum til að framkalla nautnina.

En greinilegt er af fight and/or flight viðbrögðunum þá eru fight viðbrögðin ráðandi til þess að verja umráðasvæðið sitt hjá kettinum Jakc sem lét sér ekki muna um að hrekja svartbjörn upp í tré og hjá Pésa sem lifði eftir "stærðin skiptir ekki máli" lögmálinu;)


mbl.is Heimaríkur köttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband