Leita í fréttum mbl.is

Nú var ég komin á skrið

Næsta skref var að skrá sig í 20 einingar á haustönninni strax í kjölfar sumarnámsins. 15 einingar voru tekar í fjarnámi en 5 í dagskólanum þar sem ekki var boðið upp á þær í fjarnáminu eða að mér þótti ég fá meira út úr því að hafa kennarann með mér, þetta var enskuáfangi og tölfræðiáfangi kenndur á exel. 

Það sló nú hraðar í mér hjartað þegar ég settist á skólabekkinn í dagskólanum með 17-18 ára unglingum. En ég rifjaði upp reynsluna mína þegar ég gekk inn ganginn í MA og ég hafði komist að því þar að þetta var eitthvað sem var hægt að lifa af ;)

Ég varð aldrei fyrir neinni neikvæðni eða fordómum. ef að einhver var haldin þeim þá bárust þeir mér ekki til eyrna. Ég féll fljótlega inn í hópinn hversu ótrúlegt sem það nú er og á góðar minningar úr FÁ bæði hvað varðar samnemendur og kennara.

Í upphaf annarinnar gerðust tveir atburðir sem reyndu á mig. Þeir gerðust sama dag 14. september. Gleðiatburðurinn var sá að ég var útskrifuð með pompi og prakt sem "giraffe midwife" eins og kennarinn min kallaði það. Ég fékk afhent diploma og var þetta hin ágætasta stund nema að móðir mín sem líka var ein af bestu vinkonum mínum dó um hádegisbil. Við höfðum alltaf verið mjög nánar. Hún varð orðin fullorðin kona 89 ára og hafði verið talsvert lasin síðasta árið sem hún lifði.

Æskuvinkona mín og skólasystir lést síðan 22. september og hitti ég hana 3 dögum áður en hún dó. Þetta tímabil tók talsvert á, en álag eykur getu mína frekar en að draga úr henni. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að einbeita mér og taka már ákveðinn tíma á dag ef með þyrfti til að syrgja.

Ég hef bæði stundað og kennt hugleiðsur og þær notaði ég til þess að byggja upp jafnvægi og innri ró. Áfram hélt skólinn og næg verkefni sem þurfti að leysa af hendi. Mér gekk vel með alla áfangana nema tölfræðina en þar gerði ég ekki meira en rétt að skríða. Um jólin var ég ánægð og stolt með árangur minn ;)

meira seinna... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband