Leita í fréttum mbl.is

Athyglisverðar breytingar hjá ungu fólki

Ég var að koma heim af fyrirlestrinum.Leit hvað þið misstuð mörg af honum. Dr. J.J. Arnett vitnaði mikið í kenningar Eriks Erikssonar nánar um kenningar hans hér

Kenningar Eriks eru að mörgu leyti úr sér gengnar. Það er samt svo skemmtilegt með manneskjuna að ef hún hefur áhuga á efninu þá leggur hún sig ómeðvitað fram við að sjá hvað passar en ef hún er ekki fylgjandi efninu þá sér hún allt sem passar ekki.

Dr. Arnett hefur einbeitt sér að hegðun fólks á aldrinum 18 - 30ára. Hann hefur ekki gert rannsóknir þar sem Íslendingar hafa verið þátttakendur en USA og Danmörk ásamt ýmsu sem hann hefur skoðað í "litteratúrnum" hjá kollegum sínum. Nú sletti ég alveg á fullu ( skamm,skamm) , en ég er eiginlega enn að hugsa á ensku.

Nú skulum við sjá hvað ég man af aðalpunktunum, var ekki svo forsjál að hafa með mér glósubók eða fartölvuna. Ef að þú sem ert að lesa þetta varst á fyrirlestrinum og sérð hér eitthvað sem er ekki rétt eða eitthvað sem vantar endilega kommenta ;).

Í rannsóknum sínum spurði hann fólk m.a. að því hvað segði því til um að það væri orðið fullorðið (adult). Hér hafa orðið talsverðar viðhorfsbreytingar frá því ég var 1970 jafnvel síðar.

  1. Að taka ábyrgð á sjálfum sér, lífi sínu og gerðum
  2. að taka sjálfstæðar ákvarðanir
  3. að vera fjárhagslega sjálfstæður

Ekkert var minnst á að eiga þak yfir höfðuðið, flytja að heiman, fá framtíðarstarf, stofna fjölskyldu, gifta sig, en þetta voru allt þættir sem áður fyrr vru nefndir í tengslum við það að vera orðinn fullorðinn.

18-30 ára giftast síðar, ljúka námi síðar, eignast barn síðar og eru ekki að leita að lífstíðarstarfi fyrr en mun síðar.

Ég á nú eftir að melta þetta. Ég vissi að orðið höfðu breytingar og á því láni að fagna að umgangast jafnmikið ungt fólk sem jafnaldra. Ég á nú ef til vill eftir að bauna einhverjum spurningum um þetta efni þegar ég hitti rétta aldurshópinn, svo vinir og vandamenn veriði nú í viðbragðsstöðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband