8.6.2006 | 18:53
Framboð og eftirspurn
Eins og áður þá snýst verðlagning um framboð og eftirspurn. Gott væri nú að vita til þess að jafnvægi væri að skapast á fasteignamarkaðinum. Ég þori nú varla að hugsa til þess að verðlækkanir taki við, vaxandi verðbólga ofl.
Þegar lánsframboð bankanna blómstraði þá sáu margir sér leik á borði. Stækkuðu jafnvel við sig eða þeir sem voru í stóru náðu að nýta sér tækifærið og minnkuðu við sig. Gott fyrir þá áður en samdrátturinn gerir vart við sig. Það er líklegt að þá verði erfiðara um vik að selja stærri eignir.
Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í nýbyggingum og minnti það mig á árið þegar margir og jafnvel enn fleiri fóru út í minnkarækt. Það ævintýri endaði ekki vel hjá öllum. En svona er litla Ísland, þegar góð tækifæri birtast sem hægt er að hagnast á þá flykkjast sem flestir í það og svo endar með því að offramboð verður og verðfall í kjölfar þess. Já það getur verið snúið þetta líf.
Fasteignamarkaðurinn að kólna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Menning og listir, Lífstíll | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.