8.6.2006 | 12:13
Læddist eins og köttur í kringum heitan graut
Ég skráði mig í fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Ég var búin að taka ákvörðun. Nú setti ég markið á að ljúka þeim áföngum sem mér hafði verið bent á upp í Háskóla Íslands og einnig að leggja 100 einingar samtals, þá ætti ég 1% líkur (smakvæmt upplýsingum skorarformanns) á að fá undanþágu til þess að hefja námið sem mig hafði dreymt um í tæp 30 ár.
Ég skráði mið í tvo stærðfræðiáfanga, sálfræði, félagsfræði og íslensku samtals 14 einingar. Mælt var með að nemendur tækju 9 einingar en þetta myndi taka mig svo langan tíma og líka kosta mig meira ef ég gæti ekki fengið að taka meira. Ég hugsaði auðvitað ekki fyrir því að sumarprófin stóðu í 4 daga og ég var í 5 áföngum.
Þetta var mikil áskorun en skemmtileg. Ég átti nokkra erfiða stærðfræðidaga um sumarið. Þeir voru svo erfiðir að ég tárfelldi yfir því að ná ekki tökum á efninu. Ég var alveg við það að gefast upp :( allt hitt gekk hins vegar vel. Ég skildi þetta ekki. Stærðfræði hafði alltaf verið mitt auðveldasta fag. Ég var greinilega orðin breytt eða bara of gömul eins og sjálfsagt mörgum fannst og finnst jafnvel enn ;)
Einn dagurinn er mér minnistæðari en aðrir. Maðurinn minn hafði verið að hjálpa mér. Hann er mér mikil stoð og hvatning í náminu. Hann lifir af hjartans einlægni setninguna " í blíðu og stríðu" sem við bæði samþykktum að lifa samkvæmt þegar við giftum okkur. Ég var að selja sjálfri mér þá hugmynd að þetta væri bara rugl. ég stóð upp frá lærdómnum og settist út við glugga. Ég fyllist venjulega af frið þegar ég horfi á gróðurinn.
Ég fór að rifja upp markmiðið mitt. Hvers vegna ákvað ég að halda náminu áfram? Jú mig langaði til þess að hjálpa fólki til þess að hjálpa sér sjálft. Mig langaði í meiri skilning á hegðun manneskjunnar til þess að geta hjálpað öðrum að hjálpa sjálfum sér. Við lifum í mötunarsamfélagi en mig langaði til þess að sjá einstaklinginn eiga frumkvæði. Restin af lífi mínu vildi ég verja til þess að vera hvatning og styrkur fyrir einstaklinginn og ekki endilega á Íslandi. Þess vegna vildi ég læra og vinna mér inn virðingu og viðurkenningu sem mark væri tekið á.
Í dag er ég að lesa yfir gamla dagbókarpunkta sem eru einmitt mikilvægir. Á þeim tíma fannst mér ég ekki hafa það sem ég þurfti til þess að ná árangri. Að gráta yfir skólabókum var það ekki of mikil viðkvæmni? Ef til vill eru fleiri en ég sem lenda í þeirri stöðu. Á þeim tímapunkti er auðveldast að gefast upp, en að halda áfram er erfiðara.
Ég áttaði mig á því á þessari stundu að ég vildi enn ná markmiðinu mínu. Til þess að öðlast viðurkenningu sem sálfræðmenntuð kona ( og það á mínum aldri) þá þyrfti ég minnsta kosti MA í sálfræði og er það tæplega nóg. Til þess að ná MA þurfti ég að ná BA og til þess þá Þurfti ég að komast inn í HÍ. Ég kæmist ekki þangað nema með stúdentspróf eða á 1% líkum með 100 einingar og undanþágu. Til þess að allt þetta væri mögulegt þá þyrfti ég að ná að standast þessa stærðfræðiáfanga!
Ég stóð upp, mér leið mun betur og gat nú haldið áfram að glíma við það sem ég ekki skildi. Þetta var erfiðasta stundin mín fram til dagsins í dag. Ég áttaði mig á því að hjá mér snerist þetta um að gleyma aldrei markmiði mínu. Ég gæti alltaf rakið mig til baka frá því og þannig sótt þann viðbótarstyrk sem mig vantaði til þess að gefast ekki upp.
Í dag finnst mér einkennilegt að ég hafi grátið yfir bókunum, en svona eru tilfinningar okkar. Í gegnum þær birtast þær þarfir okkar sem eru uppfylltar þegar okkur líður vel og eins þær þarfir sem ekki eru uppfylltar þegar okkur líður illa. Með því að skoða þær aukast líkur á því að við getum enduruppfyllt þær uppfylltu og enn mikilvægara uppfyllt þær óuppfylltu.
Þegar kom að prófum í ágúst þá átti ég að taka félagsfræði og sálfræði á sama degi og sama tíma. Kennarinn Þórður Sigurðsson mætti fyrr um morguninn og þannig gat ég tekið prófin tvö í röð. Þetta gekk allt vel hjá mér og lauk ég þessum 14 einingum í fyrsta framhaldsskrefi mínu til þess að láta drauminn minn rætast.
meira seinna....
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vísindi og fræði, Leiðin að markmiðinu, Vinir og fjölskylda, Lífstíll | Breytt 9.6.2006 kl. 09:20 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.