Leita í fréttum mbl.is

Það krefst hugrekkis

Þá kom að því. Ég tæki ofan fyrir Sjálfstæðismönnum væri ég með hatt. Eins og málin standa í dag þá eru þeir sannarlega að sýna ábyrga hegðun. Ég var ekki lítið hissa á viðbrögðum fólks við spurningu Fréttablaðsins hvort ganga ætti til kosninga og yfir 80% þeirra sem fundu sig knúna til að taka þátt vildu einmitt gera það.

Ég lái svo sem ekki almenningi að hafa þessa skoðun þegar forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna vilja allir sem einn að gengið sé til kosninga. Eru menn ekki að átta sig á fjárhagslegri stöðu dagsins í dag og mikilvægi þess að sigla þjóðarskútunni?

Það sem við þurfum einmitt ekki er að skapa meiri glundroða og auka á framkvæmdagleði eins og vill fylgja kosningum. Ég dáist að hugrekki Sjálfstæðismanna, þeir hafa aldrei fengið atkvæði mitt en hver veit nema ég eigi eftir að snúa mér í þeim málum.

Í rauninni þyrftu stjórnarflokkarnir einnig að ganga bak orða sinna og  hætta við að lækka skatta. Sjálfsagt yrðu margir æstir yfir því. Ég hef ekkert á móti því að skattar séu lækkaðir en HALLÓ... við verðum öll að leggjast á eitt! Við viljum ekki missa þann árangur sem náðst hefur og fá harðan magaskell í neyðarlendingunni.

Opna augun allir sem einn, núna skiptir mestu máli fyrir alla Íslendinga ( eða það ætti að gera það) að veita þeim hvatningu sem þora að taka óvinsælar ákvarðanir til þess að sigla þjóðarskútunni í farsæla höfn stöðugleikans. 


mbl.is Vonast eftir samstöðu um dagsetningu flokksþingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband