Leita í fréttum mbl.is

Langanir eru óseðjandi.

Það lítur út fyrir það að langanir séu óseðjandi. Hvað annað gæti valdið því að almennt telji 73% neytenda verslunarleiðangra vera hina fullkomnu afþreyingu? Það hlýtur eitthvað að vera að mér! Mér finnst verslunarleiðangara ekki vera afþreying heldur nauðsyn. Í Hong Kong telja 93% neytenda að verslunarleiðangrar séu hin fullkomna afþreying. Hvað er að mér eða hvað er að fólki? 

Ég er bara ekki að ná þessu! Hvernig má þetta vera? Ég er nú bara eitt stórt spurningarmerki!!!!!

Þetta minnir mig á yndislegan laugardag fyrir rúmu ári síðan. Ég var þá nemi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og var meðal annar í trúarbragðasögu ( gagnlegur áfangi það). Skylduverkefni áfangans var að skrifa  ritgerð um íslenskt trúfélag. Ég valdi Zen búddista, þeir eru með heimasíðu hér
fyrir áhugasama.

Ég vissi lítið um trú þeirra. Ég fékk að taka þátt í hugleiðsludegi hjá þeim "Zazen" og kynnast iðkun þeirra lítillega.  Þangað mætti ég klukkan 06.00 á laugardagsmorgni. Þetta var athyglisverð stund og forréttindi að fá að taka þátt.

Eitt af því sem búddistar líta til og takast á við eru hinar óseðjandi langanir sem mikilvægt sé að binda niður eða hemja. Ég velti því fyrir mér hvort að neyslumenning nútímans sé orsökin eða hvort þetta tilheyri enn eldri tímum. Það mun því væntanlega verða þáttur af minni afþreyingu sem þessi ágæta frétt færði mér að kynna mér það mál aðeins betur þ.e.a.s. ef að upplýsingar um það eru aðgengilegar.

Já mennirnir eru ólíkir sem betur fer það væri nú lítið varið í lífið ef allir væru eins ;) en ég skildi það samt engan veginn að verslunarleiðangrar gætu verið hin fullkomna afþreying......ojjjjj  :) 


mbl.is Hong Kong-búar „duglegustu“ neytendur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband