7.6.2006 | 18:19
Að gefa 8 ára barni Pozac???
Ég veit ekki hvort mér finnst þetta góðar fréttir eða slæmar. Sjálfsagt eru það góðar fréttir að til séu einhver geðjöfnunarlyf sem óhætt er að gefa svo ungum börnum. En ég vona að sálfræðimeðferð verði aðgengilegri fyrir börn sem fullorðna. Eftir því sem ég best veit þá taka tryggingarnar ekki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferð. Ég þekki ekki hvernig þetta er í öðrum löndum en hef heyrt að Sálfræðingafélag Íslands hafi verið að berjast fyrir því að fá það í gegn hér.
Mér finnst það sorgleg staðreynd ef sálfræðimeðferð ( sem er dýr meðferð) gæti ef til vill hjálpað mörgum börnum en að það sé ekki á færi allra foreldra að leita eftir slíkri aðstoð vegna kostnaðar. Ég hef líka lesið fréttir þess eðlis eða þunglyndi muni fara vaxandi alls staðar á næstu áratugum.
Ég hlakka því til að lesa fréttir af Því þegar einhvers staðar í heiminum, helst á Íslandi muni sameiginlegt tryggingakerfi okkar auðvelda þeim sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda að verða sér úti um hana.
Mér finnst það óþægileg tilhugsun að þurfa að gefa 8 ára barni Prózac, en ef til vill er ég bara gamaldags og ef til vill hef ég bara litla þekkingu á þessu sviði.
Ég vil hvetja alla foreldra til þess að kynna sér hvaða þættir íta undir þunglyndi eins og t.d. að gagnrýna og niðurlægja barnið sitt í stað þess að láta það vita að það sé elskað þrátt fyrir mistökin sem það kann að gera. Allir gera mistök, ekki bara börn og unglingar. Háfullorðið fólk gerir mistök.
Að lesa allt sem hægt er að komast yfir. það væri kannski ráð að gefinn væri út bæklingur eða upplýsingum safnað saman á heimasíðu um atriði sem íta undir þunglyndi og önnur sem auka sjáflsstyrk.
Óhætt að gefa allt niður í átta ára börnum Prozac | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Stjórnmál og samfélag, Lífstíll | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 71775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Stóri misskilningurinn
- Vonbrigði þegar stjórnmálamenn komast til valda að þeir standa ekki við orð sín
- Var Gunnar Bragi blekktur?
- Orkuskortur og óraunsæi með rafbílavæðingu
- Í tilefni af þeirri BÆNAVIKU sem að nú stendur yfir hjá öllum KRISTNUM söfnuðum, að þá er rétt að minna á að OPINBERUNARBÓK NÝJA-TESTAMENTISINS fjallar um allt það sem á eftir að gerast ?
Athugasemdir
Takk fyrir ábendinguna Hrafnkell ég vil gjarnan kíkja á þetta
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.6.2006 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.