7.6.2006 | 09:49
Útskrift 10. bekkjar í Hagaskóla
Yngri dóttir mín var að útskrifast úr 10. bekk frá Hagaskóla í gær. Útskriftin fór fram í Neskirkju. Ég var eiginlega undrandi hve stór og falleg athöfn þetta var. Hagaskóli er til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Stundin var ánægjuleg og fengu margir nemendur að njóta sín.
Orð skólameistara eru þau bestu sem ég hef heyrt. Ég vildi að ég hefði ræðuna hans en hver veit nema að ég hafi bara samband við hann o góski eftir afriti! Ég gekk til hans eftir að athöfninni lauk og þakkaði honum persónulega fyrir. Ég vona sannarlega að fráfarandi nemendur Hagaskóla hafi hlustað vel á orð skólameistara.
Þegar ég útskrifaðist sem stúdent frá FÁ þá fór sú útskrift fram í Háskólabíó. Það er sorglegt frá að segja en hún er mér aðallega minnisstæð fyrir þann tíma sem hún tók vegna fjölda nemenda. Sú hefð hefur skapast að kalla hvern nemanda upp og afhendir þá skólameistari eða aðstoðarskólameistari vitnisburðinn og síðan er innsiglað ;) með handarbandi.
Eftir athöfnina í gær þá fannst mér hin innihaldsríku orð skilja meira eftir heldur en langar raðir nemenda að taka við vitnisburði sínum. Ég veit ekki nema að tími sé kominn á að skapa breytingu við slíkar útskriftir. Þetta á sérlega við um 10. bekk og stúdentspróf. Að þessi stund sé eittthvað annað en langar raðir nemenda að taka við vitnisburði. Stórar ákvaraðnir um áframhaldandi lífsstefnu liggja fyrir þessum nemendum. Skólaslit gætu verið góður vettvangur fyrir slíkar hvatningar.
Ungt fólk þarf oft hvatningu og viðurkenningu. Nútímasamfélagið gengur orðið svo hratt að foreldrar gefa sér vart tíma til þess að hæla, styrkja, og vera stolt af börnum sínum í þeirra viðurvist. Slíkar styrkignar gætu aukið getu einstaklingsins.
Öll viljum við sjá börnin okkar ná árangri, verða heilbrigð og hamingjusöm.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Menning og listir | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Nýjustu færslurnar
- Rapparinn Roseanne
- EES-rafmagn og hveiti
- Eru fjölmiðlar að ná að forðast eigin dauðdaga?
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Þá sýndu þeir okkur hvernig til dæmis 20.000 atkvæða lækkun varð á atkvæða tölu Trump á skjánum og 20.000 atkvæði bættust við hjá mót frambjóðandanum. Þetta voru mismunandi tölur nokkrum sinnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.