Leita í fréttum mbl.is

Er svona illa komið fyrir Framsóknarflokknum?

Margir vilja hann feigan, að hann þurrkist alveg út. Látum það vera. Fólk hefur gaman að því að hafa skoðanir og þá ekki síst þeir sem standa langt frá eldlínunni. Það er Ísland í dag, það er orðinn partur mennignar okkar, hvort sem að við erum stolt af því eða ekki. En hvað Jón og Gunna úti í bæ segja vegur ekki eins þungt og orð þingmanna og ráðherra. 

En ég spyr nú bara í undrun minni yfir viðbrögðum hinna ýmsu manna og kvenna innan Framsóknarflokksins, eigið ekki til nokkra frambærilega forystusauði? Er ekki illa komið fyrir þeim flokki sem á ekki innan sinna banda nokkur leiðtogaefni?

Í hvaða flokka sækjast leiðtogaefnin? Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar hver höndin er upp á móti annarri. Ekki þykir mér líklegt að Framsókn muni bæta við sig einhverju fylgi í næstu kosningum, þegar forystufólk flokksins er svo ósamstíga sem raun ber vitni.

Ég skil engan veginn framgöngu Halldórs í því að vilja vinsælasta ráðherrann Guðna Ágústsson út og óvinsælasta fyrrum þingmann Finn Ingólfsson inn! Framsóknarmenn hefðu verið meiri menn að útkljá sín mál, vandamál eru bara til þess að leysa þau, heldur en að koma fram eins og þeir gerðu í sjónvarpinu í gær. Hver höndin upp á móti annarri. Auðvitað eru fjölmiðlamenn ágengir, en í því felst meðal annars þeirra starf. Ég öfunda engan að standa í eldlínunni og berjast við fjölmiðlamenn. En þeir sem velja það að vinna í eldlínunni ættu ef til vill að læra af þeim sem farnast hefur vel þar. Það mætti ef til vill setja saman ákveðniþjálfun fyrir þá þannig að þeir geti haft sínar hugsanir fyrir sig þar til að endanleg lausn er fundin.

Orð Valgerðar gengu svo fram af mér að það hálfa hefði nú verið nóg. Hún treystir ekki samráðherra sínum til að leiða flokkinn. Það er sjálfsagt rétt fyrir hana en ef tekið verður lýðræðilega á þessum málum Framsóknar og Guðni yrði nú fyrir valinu, hver yrði þá staða hennar? Gæti hún verið einn af ráðherrum Framsóknar þar sem hún hefur gefið yfirlýsingu um að hún treysti ekki manninum?

Ef að hún meinti það sem hún sagði þá mun hún ekki geta það. En meinti hún ef til vill eitthvað annað, t.d. að hún vildi frekar sjá einhvern annan en Guðna verða formann flokksins?

Ég er nú bara ein af Gunnunum á Íslandi sem hef mínar skoðanir og óskir og væntingar um að heilsteypt, hreinskilið og hugrakkt fólk vermi íslensku þing- og ráðherrasæti. 


mbl.is Auknar líkur eru á því að flokksþingi Framsóknar verði flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband