7.6.2006 | 08:35
Er ástæða til þess að taka þessu alvarlega?
Hefur íslenska hagkerfið sérstöðu vegna þess hve mikil hluti tekna íslenskra fyrirtækja kemur frá útlöndum. Við viljum trúa því, en spár erlendra greiningadeilda eru frekar versnandi. Ég vona sannarlega að verbólga á Íslandi blási ekki út eins og hún gerði hér um árið, étandi allt upp og skapandi erfiðleika víða.
Ef að einhver getur gripið í taumana þá getur Geir H Haarde það. Ég dáðist að honum sem fjármálaráðherra, þrátt fyrir að hafa aldrei kosið Sjálfsstæðisflokkinn. Ég vona líka að Íslendingar hugsi ráð sitt. Að hver og einn leggi sitt af mörkum til þess að leggjast gegn verðbólgunni. Það er sannarlega til mikils að vinna.
Margt ungt fólk áttar sig trúlega ekki á mikilvægi þess að draga úr þenslu og leggja frekar til hliðar. Mér fannst alltaf erfitt að skilja verðbólguferlið og á því ekki erfitt með að setja mig í spor hinna yngri. Það er því enn mikilvægara að bankar og ríkisstjórn grípi til þeirra ráða sem virka. Ég vona það fyrir hönd íslensku þjóðarinnar að okkur takist þetta í sameiningu og að við höfum vilja til þess að skilja þær leiðir sem nauðsynlegt er að velja.
Aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu er ekki vinsæl leið og eingöngu fyrir harðjaxla að axla þá ábyrgð. Þó að ég hafi um áraraðir frekar hallast til vinstri en hægri í pólitík þá myndi ég ekki treysta vinstri stjórn til þess að takast á við vandann. Í góðæri hefur hún sýnt sig í framkvæmdagleði, en það þarf einmitt að draga úr henni.
Ef við horfum raunsætt á stöðu mála þá er okkur best komið með þá stjórn sem við höfum og að ekki verði gengið til kosninga eins og vinstri flokkarnir hafa verið að tala um. ég átta mig ekki alveg á því hvað vakir fyrir þeim en mig grunar að það sé eins og því miður svo oft áður það sem snýr að þeim sjálfum en ekki að þjóðarheill. Nú er tími til að sýna ábyrgð. Það er nógu stutt í kosningar og ég vona að þær losi ekki allt úr böndunum, að stjórnarflokkar hafi þann kjark að kaupa ekki kjósendur með mikilli framkvæmdagleði síðustu mánuði kjörtímabilsins eins og reyndar oftast eða jafnvel alltaf gerist.
Tökum höndum saman og náum verðbólgunni niður allir sem einn. Það væri sorglegur endir á nýgenginni velmegun að tapa henni allri niður á þann hátt að margir sitji eftir með sárt enni.
Margur spyr sig er ástæða til þess að taka þessu alvarlega? Já ég tel að það sé full ástæða til þess og að Íslendingar muni standa eftir stoltir þegar draugurinn hefur veriði niður kveðinn.
Geir hvattur til að draga úr útgjöldum ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Menning og listir, Vinir og fjölskylda, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 71774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.