Leita í fréttum mbl.is

Lífsbaráttan

Það var rétta orðið hjá Guðna. Framsóknarflokkurinn stendur nú sem aldrei fyrr frammi fyrir því að leggjast af. Lífsbarátta flokksins er það sem máli skiptir annars verður enginn flokkur. Ég man ekki betur en að Finnur Ingólfs hafi verið óvinsælasti stjórnmálamaðurinn rétt áður en hann valdi að stíga út úr stjórnmálum. Að vera varaformaður og jafnframt óvinsælasti stjórnmálamaðurinn er ekki beint yfirlýsing um að viðkomandi sé farsæll til þess að auka líf flokksins. Ég held að Framsóknarflokkurinn myndi leggjast af í eitt skipti fyrir öll ef Finnur væri formaður flokksins. Ég skil ekki að mönnum hafi yfir höfuð dottið það í hug.

Gott fyrir grasrótina að láta í sér heyra. Það þarf mikinn kraft til þess að þróunin snúist við. Framsóknarmenn vilja flestir gefa lítið fyrir það að ósætti eða klofningur sé innan flokksins. Ég held að sannleikurinn sé alltaf sagna bestur og ekki síst í pólitík, en þar virðist oft vera farið frjálslega með sannleikann.

Ég mun til dæmis seint gleyma orðum Ingibjargar Sólrúnar þegar hún var spurð fyrir síðustu borgarstjórnarkostningar sem hún var í framboði, hvort hún myndi sitja út allt kjörtímabilið.. Hún svaraði kokhraust að vanda að það ætlaði hún að gera. Í þeim kosningum kaus ég hana, mér leist vel á þennan kvenskörung. En það leið ekki langur tími þar til að hún tilkynnti að hún ætlaði sér annað en að sitja út tímabilið. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og veit um fleiri. Mér þyrkir líklegt að það að fara frjálslega með sannleikann komi niður á flokkunum sama hvað þeir heita. Ég treysti ekki Ingibjörgu Sólrúnu lengur. 

Minn framtíðardraumur um stjórnmálakonur og menn er sá að þeim verði umbunað sem hæfir eru og ekki þá síst þeim sem bera virðingu fyrir sannleikanum og hafa bein í nefinu til þess að horfast í augu við þau vandamál sem upp koma. Vandamál eru eitthvað sem þarf að leysa annars vaxa þau handhafanum yfir höfuð.

Með þessum orðum vil ég senda hvatningarorð til allra þeirra sem eru tilbúnir til þess velja lífi sínu þann starfsvettvang sem pólitík er. 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband