6.6.2006 | 10:12
Er þetta ekki djók?
Að fimmtungur aðspurða vilji frekar týna giftingahringnum en farsímanum er það ekki djók? Að þriðjungur vilji frekar týna veskinu sínu en farsímanum! Ég er ekki alveg að skilja þetta. Ef til vill er þetta fólk með svona dýra farsíma? Ég skil hinsvegar þetta með úrið og vekjaraklukkuna, að yfir 70% aðspurðra noti farsíma í sat áðurnefndra hluta. Ef til vill er ég svona gamaldags og lengi að tileinka mér tæknina en ég vil nú frekar týna símanum mínum og kaupa mér annan heldur en að týna giftingahringnum eða veskinu. Ég ætti nú ef til vill að endurskoða þetta með veskið. Það er jú ekki svo dýrt að endurnýja það og tilkynna glatað kort til endurnýjunar....hum?
Ég hef ekki verið mikið fyrir myndatökur, þannig að þó að ég eigi bæði stafræna myndavél og síma með myndavél þá nota ég eiginlega hvorugt. En samkvæmt þessari könnun þá þurfa myndavélaframleiðendur að hugsa sinn gang sömuleiðis úrsmiðir, nú ef til vill munu farsímar framtíðarinnar líka koma í stað giftingahringja og debet og kreditkorta....hver veit. Bara allt í einu tæki. Þetta er auðvitað hið besta mál fyrir nútímakonuna og litlu nútimaveskin sem eru í tísku, allt í einu nettu tæki það sleppur létilega í litlu handtöskuna ;)
Spurning með máltækið að geyma ekki öll eggin í sömu körfunni eða eitthvað á þann veg..... Vá hvað ef þú myndir þá týna símanum þínum þá er bara allt glatað!!!
Farsímar gætu tekið alfarið við af stafrænum myndavélum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 71771
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.