Leita í fréttum mbl.is

Þegar óttinn ræður för

Óttinn er mörgum tilfinningum yfirsterkari og oftar en ekki kemur hann í veg fyrir skynsamlegar ákvarðanir. Forseti Írans fullyrðir að ekki eigi að nýta kjarnorku til vopnaframleiðslu heldur til þess að sjá þegnunum fyrir raforku. Erfitt er að treysta því að þau orð séu rétt. Hvers vegna? Einmitt vegna óttans við að svo sé ekki. Að tilgangurinn sé einmitt sá að tryggja Írönum ákveðið forskot ef/þegar til átaka kemur. Allt vopnakapphlaup snýst um að eiga mestu og bestu vopnin, hvort sem að til stendur að beita þeim eða ekki. Þeim yrði þá að minnsta kosti beitt með hótunum um að beita þeim. 

Samskipti manna og þjóða hafi um langan aldur gengið út á það að ná meiri völdum. Það er fallegur draumur að hugsa sér að mannskepnan muni þroskast og skapa í sameinginu frið á jörð. En er það raunhæft? Er það ekki bara eins og í ævintýrunum þar sem dýrin í skóginum eiga öll að vera vinir?

Ég vona það sannarlega að Solana nái samkomulagi við forseta Írans en ekki finnst mér erfitt að skilja þessa togstreitu sem hefur verið að myndast. Menn eru alltaf samir við sig og að treysta öðrum er ekki alltaf það léttasta sem þeir takast á við.

Ég hef verið að horfa á Shogun (þáttasería um átök í Japan um 1600) ein grundvallarreglan hjá Japönum þess tíma var að treysta engum...... 

Hvernig svo sem þetta allt fer þá óska ég þess að engum verði haldið á óttanum, því að undir áhrifum ótta er maðurinn líklegri til þess að framkvæma óskynsamlegar athafnir. 


mbl.is Javier Solana komin til Írans til samningaviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 71771

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband